Betra að hafa herbergið þrifalegt 29. desember 2004 00:01 Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær." Nám Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær."
Nám Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira