Hnattvæðing og velferðarkerfi 26. október 2005 06:45 Ein af áhrifamestu klisjum samtímans er sú að vegna hnattvæðingar atvinnulífs hafi ríki heims ekki lengur val um stjórnarstefnu heldur þurfi þau öll að keppast við að lækka skatta svo fjármagn og fyrirtæki flýi ekki land. Bandaríski dálkahöfundurinn Thomas Friedman kallar þetta meinta ástand hina gullnu spennitreyju. Ríki heims eru að þessari hugsun í spennitreyju og verða að lækka skatta og skera niður velferðarkerfi til að halda í fjármagnið. Gullin litur treyjunnar vísar til þess að þarna sé um að ræða hið heppilegasta ástand. Það hlýtur því að hafa komið mörgum á óvart að sjá nýlega frétt þess efnis að þau ríki heimsins þar sem skattbyrðin er þyngst eru jafnframt þau lönd jarðar þar sem atvinnulífið er samkeppnishæfast. Hæstu skattar í heimi eru í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Belgíu. Þrjú þessara fimm landa voru í þremur af fjórum efstu sætunum í nýlegri alþjóðlegri könnun á samkeppnishæfni atvinnulífsins. Annað hinna, Noregur, fylgdi fast á eftir og það fimmta, Belgía, sem ekki lenti ofarlega er hins vegar í hópi þeirra ríkja sem laða til sín mesta erlenda fjárfestingu á hvern íbúa. Meirihluti fimmtán samkeppnishæfustu ríkja heimsins er í þeim litla hópi landa þar sem skattbyrðin er til muna þyngst og oft miklu þyngri en á Íslandi. Að auki er Singapore á þessum lista. Þar eru skattar ekki háir en ríkið er hins vegar potturinn og pannan í öllu sem gerist í efnahagslífinu, bæði með því að reka sjálft mörg af stærri fyrirtækjum landsins og ekki síður í gegnum fjárfestingarsjóði og almenn afskipti af uppbyggingu atvinnulífsins. Þetta þýðir auðvitað ekki að háir skattar séu einkar heppilegir fyrir atvinnulífið og laði að erlenda fjárfestingu, eða þá að ríki heims eigi að skipta sér af atvinnulífinu með þeim hætti sem stjórn Singapore gerir. Meðal samkeppnishæfustu landa eru líka ríki eins og Bandaríkin sem voru í öðru sæti á eftir Finnlandi og Japan þar sem skattbyrði er tiltölulega létt. Þetta þýðir hins vegar að þær einföldu klisjur sem menn endurtaka í sífellu um hina einu mögulegu stjórnarstefnu á tímum hnattvæðingar eru ekki upplýsandi. Ríki eiga val um stjórnarstefnu eins og vel sést á þeirri staðreynd að Svíþjóð og Bandaríkin eru með álíka samkeppnishæft atvinnulíf. Menn geta því kosið sænska módelið ef þeim sýnist svo án þess að það bitni á atvinnulífinu. Hnattvæðingin hefur breytt öllum aðstæðum í atvinnulífi á jörðinni og þar með viðfangsefnum og möguleikum ríkja heims. Þótt val þeirra sé miklu meira en oft mætti ætla af pólitískum umræðum hafa kostirnir breyst. Hnattvæðingin hefur til að mynda gert ríkjum heims ómögulegt að halda gangandi óskilvirku atvinnulífi án mikilli fórna. Einu mikilvægasta einkenni hennar má lýsa sem svo að aukið frelsi fjármagns hafi styrkt stöðu þess gagnvart staðbundnu vinnuafli. Þetta er vegna hnattvæðingar fjármagnsmarkaða, minni hindrana í vegi erlendra fjárfestinga og stórbætts upplýsingaflæðis með nýrri samskiptatækni. Eigendur fjármagns geta ávaxtað fé sitt í hundrað löndum. Fyrirtæki í sífellt fleiri greinum hafa líka að verulegu leyti losnað undan helsi landafræðinnar og geta nú staðsett starfsemi sína, eða einstaka hluta hennar, eftir hentugleikum. Þeir sem selja vinnu sína eru hins vegar yfirleitt öllu bundnari við heimahaga. Rót vandamála í atvinnulífi samtímans er þó enn frekar að flestir eru bundnir við það sem þeir lærðu fyrir löngu. Þess vegna eykst launamunur og störf tapast. Milljónir manna hafa misst vinnu í Vestur-Evrópu á fáum árum vegna flutnings á starfsemi til annarra heimshluta. Evrópa hefur hins vegar hagnast stórlega á hnattvæðingunni. Vandamálið er því sértækt en ekki almennt. Svarið liggur ekki í almennri efnahagsstefnu heldur í umbótum á menntakerfi og vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir því að háskattalönd Evrópu eru svo samkeppnishæf eru góð menntakerfi og heilbrigðiskerfi sem tryggja skilvirkt vinnuafl. Leiðin til að draga úr atvinnuleysi er að gera menntakerfin enn betri. Þar er samkeppnisforskot Evrópu og því kallar hnattvæðingin ekki endilega á lága skatta heldur á enn betri menntakerfi. Háir skattar eru auðvitað ekki heppilegir. Ef valið stendur hins vegar á milli lágra skatta og stórum betra menntakerfis gefur reynslan skýrar en kannski að einhverju leyti óvæntar vísbendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Ein af áhrifamestu klisjum samtímans er sú að vegna hnattvæðingar atvinnulífs hafi ríki heims ekki lengur val um stjórnarstefnu heldur þurfi þau öll að keppast við að lækka skatta svo fjármagn og fyrirtæki flýi ekki land. Bandaríski dálkahöfundurinn Thomas Friedman kallar þetta meinta ástand hina gullnu spennitreyju. Ríki heims eru að þessari hugsun í spennitreyju og verða að lækka skatta og skera niður velferðarkerfi til að halda í fjármagnið. Gullin litur treyjunnar vísar til þess að þarna sé um að ræða hið heppilegasta ástand. Það hlýtur því að hafa komið mörgum á óvart að sjá nýlega frétt þess efnis að þau ríki heimsins þar sem skattbyrðin er þyngst eru jafnframt þau lönd jarðar þar sem atvinnulífið er samkeppnishæfast. Hæstu skattar í heimi eru í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Belgíu. Þrjú þessara fimm landa voru í þremur af fjórum efstu sætunum í nýlegri alþjóðlegri könnun á samkeppnishæfni atvinnulífsins. Annað hinna, Noregur, fylgdi fast á eftir og það fimmta, Belgía, sem ekki lenti ofarlega er hins vegar í hópi þeirra ríkja sem laða til sín mesta erlenda fjárfestingu á hvern íbúa. Meirihluti fimmtán samkeppnishæfustu ríkja heimsins er í þeim litla hópi landa þar sem skattbyrðin er til muna þyngst og oft miklu þyngri en á Íslandi. Að auki er Singapore á þessum lista. Þar eru skattar ekki háir en ríkið er hins vegar potturinn og pannan í öllu sem gerist í efnahagslífinu, bæði með því að reka sjálft mörg af stærri fyrirtækjum landsins og ekki síður í gegnum fjárfestingarsjóði og almenn afskipti af uppbyggingu atvinnulífsins. Þetta þýðir auðvitað ekki að háir skattar séu einkar heppilegir fyrir atvinnulífið og laði að erlenda fjárfestingu, eða þá að ríki heims eigi að skipta sér af atvinnulífinu með þeim hætti sem stjórn Singapore gerir. Meðal samkeppnishæfustu landa eru líka ríki eins og Bandaríkin sem voru í öðru sæti á eftir Finnlandi og Japan þar sem skattbyrði er tiltölulega létt. Þetta þýðir hins vegar að þær einföldu klisjur sem menn endurtaka í sífellu um hina einu mögulegu stjórnarstefnu á tímum hnattvæðingar eru ekki upplýsandi. Ríki eiga val um stjórnarstefnu eins og vel sést á þeirri staðreynd að Svíþjóð og Bandaríkin eru með álíka samkeppnishæft atvinnulíf. Menn geta því kosið sænska módelið ef þeim sýnist svo án þess að það bitni á atvinnulífinu. Hnattvæðingin hefur breytt öllum aðstæðum í atvinnulífi á jörðinni og þar með viðfangsefnum og möguleikum ríkja heims. Þótt val þeirra sé miklu meira en oft mætti ætla af pólitískum umræðum hafa kostirnir breyst. Hnattvæðingin hefur til að mynda gert ríkjum heims ómögulegt að halda gangandi óskilvirku atvinnulífi án mikilli fórna. Einu mikilvægasta einkenni hennar má lýsa sem svo að aukið frelsi fjármagns hafi styrkt stöðu þess gagnvart staðbundnu vinnuafli. Þetta er vegna hnattvæðingar fjármagnsmarkaða, minni hindrana í vegi erlendra fjárfestinga og stórbætts upplýsingaflæðis með nýrri samskiptatækni. Eigendur fjármagns geta ávaxtað fé sitt í hundrað löndum. Fyrirtæki í sífellt fleiri greinum hafa líka að verulegu leyti losnað undan helsi landafræðinnar og geta nú staðsett starfsemi sína, eða einstaka hluta hennar, eftir hentugleikum. Þeir sem selja vinnu sína eru hins vegar yfirleitt öllu bundnari við heimahaga. Rót vandamála í atvinnulífi samtímans er þó enn frekar að flestir eru bundnir við það sem þeir lærðu fyrir löngu. Þess vegna eykst launamunur og störf tapast. Milljónir manna hafa misst vinnu í Vestur-Evrópu á fáum árum vegna flutnings á starfsemi til annarra heimshluta. Evrópa hefur hins vegar hagnast stórlega á hnattvæðingunni. Vandamálið er því sértækt en ekki almennt. Svarið liggur ekki í almennri efnahagsstefnu heldur í umbótum á menntakerfi og vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir því að háskattalönd Evrópu eru svo samkeppnishæf eru góð menntakerfi og heilbrigðiskerfi sem tryggja skilvirkt vinnuafl. Leiðin til að draga úr atvinnuleysi er að gera menntakerfin enn betri. Þar er samkeppnisforskot Evrópu og því kallar hnattvæðingin ekki endilega á lága skatta heldur á enn betri menntakerfi. Háir skattar eru auðvitað ekki heppilegir. Ef valið stendur hins vegar á milli lágra skatta og stórum betra menntakerfis gefur reynslan skýrar en kannski að einhverju leyti óvæntar vísbendingar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun