Látum bannið njóta vafans 11. nóvember 2005 06:00 Þessi hugleiðing fjallar um bann á algengum neysluvarningi á Íslandi, eða drykkjarvökva nánar tiltekið. Hljómar það furðulega? Hverjum dettur í hug að banna eitthvað sem tilheyrir daglegu lífi flests fólks? Og þó, e.t.v. er ekki um svo bjánalega uppástungu að ræða miðað við margt sem viðgengst í umræðunni. Hinn hættulegi vökvi inniheldur örvandi efni sem hefur áhrif á ýmsa starfsemi líkamans. Samband hefur fundist milli nýrnasteina og neyslu vökvans og því er ljóst að óholl áhrif af neyslu hans eru til staðar. Hið virka efni vökvans örvar einnig hjartslátt sem getur verið mörgum hættulegt. Vökvinn er þar að auki samfélagslega kostnaðarsamur því hann truflar svefnvenjur fólks. Margir njóta þess að fá sér örlítið af vökvanum á kvöldin sem aftur veldur andvöku og þar með slæmum svefni, en slíkt skilar sér svo í lélegri vinnuafköstum daginn eftir, og jafnvel andlegri vanlíðan ofan á þá. Hausverkur er gjarnan fylgikvilli mikillar drykkju vökvans og magasár sömuleiðis. Nú ætti vonandi engum að leynast að hér er rætt um kaffi. Tónninn ætti að vera kunnuglegur öllum þeim sem vilja banna eitthvað eða herða að með hjálp ríkisvaldsins. Áfram skal haldið á sömu braut. Kaffidrykkja er iðja sem má ekki láta eftir afskiptalausa á markaðinum. Með því að þrengja að aðgengi fólks að kaffi er hægt að vinna margt. Fólk mun ná betri tökum á svefnvenjum sínum og þannig hætta að þurfa koffín til að halda einbeitingu. Þeir sem reykja munu ekki njóta sinnar morgunvímu í jafnmiklum mæli og nú er ef kaffið er tekið úr myndinni. Börn og unglingar, sem hingað til eru ekki þeir hópar sem þekktastir eru fyrir kaffidrykkju, munu óneitanlega laðast að kaffi ef aðgengi að því er hert og drykkurinn gerður spennandi eins og sígarettur og áfengi. Hins vegar verða foreldrar einfaldlega að beita sér fyrir löggjöf sem gerir freistinguna óaðgengilega. Aldurstakmörk í matvöruverslunum eru þar upplagt verkfæri til að stjórna sölu og dreifingu kaffis til barna og unglinga. Viðvaranir verður að prenta á umbúðir koffínvarnings til að vara við skaðsemi hans. Þótt þegar sé búið að banna ýmsar vörur með koffíni, t.d. ákveðnar tegundir orkudrykkja, þá verður að ganga lengra. Almenningur hefur hvorki greind né skynsemi til að meta skaðsemi koffínneyslu upp á eigin spýtur. Á viðvörunum þurfa ekki að standa læknisfræðilega sannreyndar staðhæfingar frekar en á sígarettupökkum, heldur verður að leggja áherslu á að hræða fólk frá kaffidrykkju með skelfilegum upphrópunum og slagorðum, sem á endanum verða orðin tóm. Því næst er að prenta ógeðfelldar myndir af nýrnasteinum og stífluðum þvagrásum á varning sem inniheldur koffín yfir ákveðnum ríkisskilgreindum mörkum. Verð á kaffi er alltof lágt og víða er meira að segja boðið upp á kaffi án endurgjalds. Þetta er bara til þess að ýta undir koffínvímu landsmanna með tilheyrandi hausverkja- og nýrnasteinatíðni. Ekki er ólíklegt að frekara samband kaffidrykkju og ýmissa hjarta- og líffærakvilla megi finna og lýðheilsan verður að njóta vafans til öryggis ef svo skyldi vera. Samfélagið hefur ekki efni á því að fólk sturti í sig kaffi í gríð og erg fyrir skammgóðan vermi aukinnar vöku og félagslegrar nautnar. Margir eru háðir koffíni til daglegrar iðju og fíkn af öllu tagi er slæm enda brenglar hún ákvarðanatöku. Í stuttu máli sagt verður að kenna hinum fávísa almúgi að það er ekki sama hvað frjálsir, sjálfræðir og geðheilir einstaklingar setja í eigin líkama. Sumt er hollt og annað ekki, og á meðan stjórnmálamenn halda heilbrigðiskerfinu og rekstri þess í krumlum hins opinbera, og fjármagna óskilvirkan og sífellt dýrari reksturinn með gegndarlausri skattheimtu, er ljóst að einstaklingar eiga ekki líkama sinn. Sígarettur og áfengi voru fyrst á svarta lista hins opinbera. Koffínríkir orkudrykkir eru fyrir löngu komnir á listann. Skyndibiti er næstur. Ekki er um eðlismun að ræða, heldur stigsmun. Eru einhver takmörk? Hver ræður? Hver á þig? Hvenær kemur að kaffinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Þessi hugleiðing fjallar um bann á algengum neysluvarningi á Íslandi, eða drykkjarvökva nánar tiltekið. Hljómar það furðulega? Hverjum dettur í hug að banna eitthvað sem tilheyrir daglegu lífi flests fólks? Og þó, e.t.v. er ekki um svo bjánalega uppástungu að ræða miðað við margt sem viðgengst í umræðunni. Hinn hættulegi vökvi inniheldur örvandi efni sem hefur áhrif á ýmsa starfsemi líkamans. Samband hefur fundist milli nýrnasteina og neyslu vökvans og því er ljóst að óholl áhrif af neyslu hans eru til staðar. Hið virka efni vökvans örvar einnig hjartslátt sem getur verið mörgum hættulegt. Vökvinn er þar að auki samfélagslega kostnaðarsamur því hann truflar svefnvenjur fólks. Margir njóta þess að fá sér örlítið af vökvanum á kvöldin sem aftur veldur andvöku og þar með slæmum svefni, en slíkt skilar sér svo í lélegri vinnuafköstum daginn eftir, og jafnvel andlegri vanlíðan ofan á þá. Hausverkur er gjarnan fylgikvilli mikillar drykkju vökvans og magasár sömuleiðis. Nú ætti vonandi engum að leynast að hér er rætt um kaffi. Tónninn ætti að vera kunnuglegur öllum þeim sem vilja banna eitthvað eða herða að með hjálp ríkisvaldsins. Áfram skal haldið á sömu braut. Kaffidrykkja er iðja sem má ekki láta eftir afskiptalausa á markaðinum. Með því að þrengja að aðgengi fólks að kaffi er hægt að vinna margt. Fólk mun ná betri tökum á svefnvenjum sínum og þannig hætta að þurfa koffín til að halda einbeitingu. Þeir sem reykja munu ekki njóta sinnar morgunvímu í jafnmiklum mæli og nú er ef kaffið er tekið úr myndinni. Börn og unglingar, sem hingað til eru ekki þeir hópar sem þekktastir eru fyrir kaffidrykkju, munu óneitanlega laðast að kaffi ef aðgengi að því er hert og drykkurinn gerður spennandi eins og sígarettur og áfengi. Hins vegar verða foreldrar einfaldlega að beita sér fyrir löggjöf sem gerir freistinguna óaðgengilega. Aldurstakmörk í matvöruverslunum eru þar upplagt verkfæri til að stjórna sölu og dreifingu kaffis til barna og unglinga. Viðvaranir verður að prenta á umbúðir koffínvarnings til að vara við skaðsemi hans. Þótt þegar sé búið að banna ýmsar vörur með koffíni, t.d. ákveðnar tegundir orkudrykkja, þá verður að ganga lengra. Almenningur hefur hvorki greind né skynsemi til að meta skaðsemi koffínneyslu upp á eigin spýtur. Á viðvörunum þurfa ekki að standa læknisfræðilega sannreyndar staðhæfingar frekar en á sígarettupökkum, heldur verður að leggja áherslu á að hræða fólk frá kaffidrykkju með skelfilegum upphrópunum og slagorðum, sem á endanum verða orðin tóm. Því næst er að prenta ógeðfelldar myndir af nýrnasteinum og stífluðum þvagrásum á varning sem inniheldur koffín yfir ákveðnum ríkisskilgreindum mörkum. Verð á kaffi er alltof lágt og víða er meira að segja boðið upp á kaffi án endurgjalds. Þetta er bara til þess að ýta undir koffínvímu landsmanna með tilheyrandi hausverkja- og nýrnasteinatíðni. Ekki er ólíklegt að frekara samband kaffidrykkju og ýmissa hjarta- og líffærakvilla megi finna og lýðheilsan verður að njóta vafans til öryggis ef svo skyldi vera. Samfélagið hefur ekki efni á því að fólk sturti í sig kaffi í gríð og erg fyrir skammgóðan vermi aukinnar vöku og félagslegrar nautnar. Margir eru háðir koffíni til daglegrar iðju og fíkn af öllu tagi er slæm enda brenglar hún ákvarðanatöku. Í stuttu máli sagt verður að kenna hinum fávísa almúgi að það er ekki sama hvað frjálsir, sjálfræðir og geðheilir einstaklingar setja í eigin líkama. Sumt er hollt og annað ekki, og á meðan stjórnmálamenn halda heilbrigðiskerfinu og rekstri þess í krumlum hins opinbera, og fjármagna óskilvirkan og sífellt dýrari reksturinn með gegndarlausri skattheimtu, er ljóst að einstaklingar eiga ekki líkama sinn. Sígarettur og áfengi voru fyrst á svarta lista hins opinbera. Koffínríkir orkudrykkir eru fyrir löngu komnir á listann. Skyndibiti er næstur. Ekki er um eðlismun að ræða, heldur stigsmun. Eru einhver takmörk? Hver ræður? Hver á þig? Hvenær kemur að kaffinu?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun