Réttur samkynhneigðra 18. nóvember 2005 06:00 Samkynhneigðir hér á landi hafa nú uppskorið árangur erfiðis síns með nýju frumvarpi um breytingu á réttarstöðu þeirra sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum á miðvikudag. Það vill svo til að á miðvikudaginn var alþjóðlegur dagur umburðarlyndis að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og hittist vel á að á þessum degi skyldi vera skýrt frá þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi stórbatnar staða samkynhneigðra hér á landi og er talið að leitun sé á því í heiminum að finna frjálslyndara frumvarp hvað þetta varðar. Kannski erum við Íslendingar enn að ryðja brautina hvað varðar samfélagsleg réttindamál. Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til þess að finna mikla fordóma gagnvart samkynhneigðum hér á landi. Orðin hommar og lesbíur voru bönnuð á opinberum vettvangi og urðu samkynhneigðir að heyja mikla baráttu bara til þess að þessi orð yrðu notuð yfir samkynhneigða karla og konur. Þegar svo þessi orð urðu viðurkennd tók við mikil barátta fyrir tilverurétti og réttarstöðu samkynhneigðra, sem nú hefur verið viðurkennd að miklu leyti með væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því felst að sögn forsætisráðherra að samkynhneigðir geta fengið óvígða sambúð skráða í Þjóðskrá og það verður til þess að þeir njóta sömu réttinda og aðrir um almannatryggingar, skattalega meðferð, lífeyrisréttindi og skiptingu á dánarbúi og fleira. Samkynhneigðum verður heimilt að ættleiða börn og þar verður sá réttur jafnaður. Þá er að geta þess að kona í staðfestri sambúð með annarri konu hefur rétt til að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði. Fram undir þetta hafa samkynhneigðar konur í sambúð þurft að fara til útlanda til að fá tæknifrjógvun, en nú verður breyting þar á. Frumvarpið sem hér um ræðir er mikið framfaraspor og mun breyta miklu fyrir þennan hóp, og nú er beðið viðbragða kirkjunnar í þessum málum. Þjóðfélagið verður líka að laga sig að þeim breytingum sem breytt lög um réttarstöðu samkynhneigðra hafa í för með sér og það eiga áreiðanlega eftir að heyrast raddir sem setja sig upp á móti þessum breytingum. Við vorum sein af stað hvað varðar réttindi samkynhneigðra en nú eru horfur á því að við verðum í fararbroddi og þegar fer að reyna á lögin má búast við að aðrar þjóðir leiti í reynslusjóð okkar, eins og átt hefur sér stað varðandi fæðingarorlofslögin. Þar erum við mörgum skrefum á undan mörgum vestrænum þjóðum, sem við gjarnan viljum líkja okkur við. Sá er þó munurinn á þessum tveimur málum að fæðingarorlofið hefur í för með sér töluverð útgjöld fyrir ríkið en réttarstaða samkynhneigðra er fyrst og fremst mannréttindamál. Þau eru ófá dæmin um að samkynhneigðir hafi orðið að flytja til annarra landa vegna fordóma í þjóðfélaginu en nú er sá tími vonandi fyrir bí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Samkynhneigðir hér á landi hafa nú uppskorið árangur erfiðis síns með nýju frumvarpi um breytingu á réttarstöðu þeirra sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum á miðvikudag. Það vill svo til að á miðvikudaginn var alþjóðlegur dagur umburðarlyndis að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og hittist vel á að á þessum degi skyldi vera skýrt frá þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi stórbatnar staða samkynhneigðra hér á landi og er talið að leitun sé á því í heiminum að finna frjálslyndara frumvarp hvað þetta varðar. Kannski erum við Íslendingar enn að ryðja brautina hvað varðar samfélagsleg réttindamál. Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til þess að finna mikla fordóma gagnvart samkynhneigðum hér á landi. Orðin hommar og lesbíur voru bönnuð á opinberum vettvangi og urðu samkynhneigðir að heyja mikla baráttu bara til þess að þessi orð yrðu notuð yfir samkynhneigða karla og konur. Þegar svo þessi orð urðu viðurkennd tók við mikil barátta fyrir tilverurétti og réttarstöðu samkynhneigðra, sem nú hefur verið viðurkennd að miklu leyti með væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því felst að sögn forsætisráðherra að samkynhneigðir geta fengið óvígða sambúð skráða í Þjóðskrá og það verður til þess að þeir njóta sömu réttinda og aðrir um almannatryggingar, skattalega meðferð, lífeyrisréttindi og skiptingu á dánarbúi og fleira. Samkynhneigðum verður heimilt að ættleiða börn og þar verður sá réttur jafnaður. Þá er að geta þess að kona í staðfestri sambúð með annarri konu hefur rétt til að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði. Fram undir þetta hafa samkynhneigðar konur í sambúð þurft að fara til útlanda til að fá tæknifrjógvun, en nú verður breyting þar á. Frumvarpið sem hér um ræðir er mikið framfaraspor og mun breyta miklu fyrir þennan hóp, og nú er beðið viðbragða kirkjunnar í þessum málum. Þjóðfélagið verður líka að laga sig að þeim breytingum sem breytt lög um réttarstöðu samkynhneigðra hafa í för með sér og það eiga áreiðanlega eftir að heyrast raddir sem setja sig upp á móti þessum breytingum. Við vorum sein af stað hvað varðar réttindi samkynhneigðra en nú eru horfur á því að við verðum í fararbroddi og þegar fer að reyna á lögin má búast við að aðrar þjóðir leiti í reynslusjóð okkar, eins og átt hefur sér stað varðandi fæðingarorlofslögin. Þar erum við mörgum skrefum á undan mörgum vestrænum þjóðum, sem við gjarnan viljum líkja okkur við. Sá er þó munurinn á þessum tveimur málum að fæðingarorlofið hefur í för með sér töluverð útgjöld fyrir ríkið en réttarstaða samkynhneigðra er fyrst og fremst mannréttindamál. Þau eru ófá dæmin um að samkynhneigðir hafi orðið að flytja til annarra landa vegna fordóma í þjóðfélaginu en nú er sá tími vonandi fyrir bí.