Heimurinn færist nær okkur 20. nóvember 2005 06:00 Það er full ástæða til að óska nýju fréttastöðinni NFS til hamingju með fyrstu skref sín. Stöðin fór vel af stað og sýndi vel kosti þess að geta brugðist við tíðindum um leið og þau gerast. Fjölmiðlun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Sú þróun er í samræmi við aðra þróun í samfélaginu. Rammar þess sem áður var hafa brostið og nýjungar streymt fram. Samfélagið hefur færst með miklum hraða í átt til vestrænna samfélaga sem byggja á athafnafrelsi, lýðræði, opinni umræðu og þeirri fjölbreytni sem af slíkri samfélagsgerð hlýst. Sá heimur sem við sem nálgumst eða erum á miðjum aldri þekktum er horfinn. Sá heimur var einfaldur og auðskilinn og einkenndist af fábreytni og miklum áhrifum stjórnmálamanna á samfélagið. Takmarkanir voru miklar á öllum sviðum og einn ljósvakamiðill og eitt dagblað ríktu yfir fjölmiðlum landsins. Vissulega má segja að með fábreytninni hafi hver kynslóð átt einsleitari reynsluheim og þar með sameiginlegri. Það kann vel að vera að einhverjir sakni þeirra tíma þegar öll þjóðin horfði á sama sjónvarpsþáttinn á sama tíma. Sú þróun sem á sér stað í fjölmiðlun nú er viðbragð við því breytta samfélagi sem við blasir. Höfuðhlutverk fjölmiðla er að endurspegla þá atburði og þá umræðu sem hæst ber í samfélagi hverju sinni. Enn má þó greina áhuga fyrir því að stýra umræðu samfélagsins og reyna að skapa jarðveg fyrir skoðanir sínar, fremur en að greina frá þeirri umræðu sem brennur á þjóðinni. Sú sýn á fjölmiðla er sem betur fer á undanhaldi. Heimurinn hefur verið að færast nær þjóðinni undanfarin ár. Við erum hluti af stórri heild í fjölbreyttum heimi. Þau sjónarmið að sérstakar reglur eigi að gilda hér á landi um fjölmiðla og viðskiptalíf eru tímaskekkja. Þar verðum við sem og á mörgum öðrum sviðum að búa okkur undir alþjóðlega samkeppni og horfa til alþjóðlegra viðmiðana þegar við mótum reglur samfélagsins. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að vera á skjön við þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Halldór Ásgrímsson hefur boðað stofnun nefndar sem hefur það hlutverk að kanna möguleika og leiðir til að Ísland geti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Það var vel viðeigandi og tímanna tákn að Halldór kynnti nefndina og skipun Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, sem formanns nefndarinnar. Sigurður hefur leitt útrás KB banka sem hefur farið fremstur í alþjóðlegri sókn íslenskra fjármálastofnana. Yfirlýsingar Sigurðar fyrir nokkrum árum um að Kaupþing, sem hann stýrði þá, ætlaði sér stórt hlutverk í fjárfestingarbankastarfsemi á Norðurlöndum kölluðu fram bros hjá mörgum. Sú leið hefur þegar verið farin og sjálfsagt fyrir stjórnvöld að nýta sér reynslu Sigurðar og framsýni við mótun framtíðarumhverfis viðskipta á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Það er full ástæða til að óska nýju fréttastöðinni NFS til hamingju með fyrstu skref sín. Stöðin fór vel af stað og sýndi vel kosti þess að geta brugðist við tíðindum um leið og þau gerast. Fjölmiðlun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Sú þróun er í samræmi við aðra þróun í samfélaginu. Rammar þess sem áður var hafa brostið og nýjungar streymt fram. Samfélagið hefur færst með miklum hraða í átt til vestrænna samfélaga sem byggja á athafnafrelsi, lýðræði, opinni umræðu og þeirri fjölbreytni sem af slíkri samfélagsgerð hlýst. Sá heimur sem við sem nálgumst eða erum á miðjum aldri þekktum er horfinn. Sá heimur var einfaldur og auðskilinn og einkenndist af fábreytni og miklum áhrifum stjórnmálamanna á samfélagið. Takmarkanir voru miklar á öllum sviðum og einn ljósvakamiðill og eitt dagblað ríktu yfir fjölmiðlum landsins. Vissulega má segja að með fábreytninni hafi hver kynslóð átt einsleitari reynsluheim og þar með sameiginlegri. Það kann vel að vera að einhverjir sakni þeirra tíma þegar öll þjóðin horfði á sama sjónvarpsþáttinn á sama tíma. Sú þróun sem á sér stað í fjölmiðlun nú er viðbragð við því breytta samfélagi sem við blasir. Höfuðhlutverk fjölmiðla er að endurspegla þá atburði og þá umræðu sem hæst ber í samfélagi hverju sinni. Enn má þó greina áhuga fyrir því að stýra umræðu samfélagsins og reyna að skapa jarðveg fyrir skoðanir sínar, fremur en að greina frá þeirri umræðu sem brennur á þjóðinni. Sú sýn á fjölmiðla er sem betur fer á undanhaldi. Heimurinn hefur verið að færast nær þjóðinni undanfarin ár. Við erum hluti af stórri heild í fjölbreyttum heimi. Þau sjónarmið að sérstakar reglur eigi að gilda hér á landi um fjölmiðla og viðskiptalíf eru tímaskekkja. Þar verðum við sem og á mörgum öðrum sviðum að búa okkur undir alþjóðlega samkeppni og horfa til alþjóðlegra viðmiðana þegar við mótum reglur samfélagsins. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að vera á skjön við þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Halldór Ásgrímsson hefur boðað stofnun nefndar sem hefur það hlutverk að kanna möguleika og leiðir til að Ísland geti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Það var vel viðeigandi og tímanna tákn að Halldór kynnti nefndina og skipun Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, sem formanns nefndarinnar. Sigurður hefur leitt útrás KB banka sem hefur farið fremstur í alþjóðlegri sókn íslenskra fjármálastofnana. Yfirlýsingar Sigurðar fyrir nokkrum árum um að Kaupþing, sem hann stýrði þá, ætlaði sér stórt hlutverk í fjárfestingarbankastarfsemi á Norðurlöndum kölluðu fram bros hjá mörgum. Sú leið hefur þegar verið farin og sjálfsagt fyrir stjórnvöld að nýta sér reynslu Sigurðar og framsýni við mótun framtíðarumhverfis viðskipta á Íslandi.