Við lifum í alþjóðlegu umhverfi 19. desember 2005 12:23 Undanfarna daga hafa staðið í yfir hvor í sínum heimshlutanum tveir alþjóðlegir fundir sem geta haft töluverð áhrif á daglegt líf manna víða um heim, og erum við Íslendingar þar ekki undanskildir. Þarna er annars vegar um að ræða fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong um viðskipti í heiminum og hins vegar leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel þar sem tekist var á um fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árin 2007-2013. Annar fundurinn, sá í Asíu, snerti okkur beint, en hinn getur líka haft mikið að segja fyrir daglegt líf okkar hér á landi, þótt við séum ekki í ESB, en með mikilvæga viðskiptasamninga við sambandið. Þessir fundir sýna að við erum hluti af alþjóðlegu kerfi og getum ekki hagað okkur að vild hér á eyju norður í Atlantshafi, þótt stundum vilji brenna við í almennri umræðu að við séum hér einangraðir og engum háðir. Það er af og frá í nútímanum. Við eigum aðild að ýmsum alþjóðasamtökum og verðum að taka mið af ákvörðunum þeirra, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Tíðindin sem Geir H. Haarde flutti okkur frá Hong Kong í síðustu viku, um að stjórnvöld hér væru reiðubúin að lækka tolla og minnka framleiðslustuðning við innlendan landbúnað, eru í samræmi við þátttöku okkar í starfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þessi mál eru lengi búin að vera á döfinni og bara spurning um tíma hvenær við þurfum að laga okkur að þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi stofnunarinnar. Það hittist þannig á að yfirlýsing fjármálaráðherrans á fundinum í Hong Kong kemur í sömu viku og kynnt var enn ein skýrslan um verð á matvælum hér á landi, en einn af þáttunum sem valda háu verði á matvörum hér er einmitt verð á innlendum landbúnaðarvörum. Forráðamenn stærstu matvörukeðjanna hér á landi hafa fagnað yfirlýsingum fjármálaráðherra okkar og boða lægra matvöruverð í kjölfarið, en formaður Bændasamtakanna sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ekki vilja fullyrða að verðlækkanir fylgdu í kjölfarið á ákvörðunum þeim sem teknar hafa verið á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það á eftir að kanna þessi mál til hlítar, en íslenskir bændur fá þó ákveðinn tíma til aðlögunar að nýjum reglum. Í þessum efnum þurfa menn líka að horfa til fundarins í Brussel, en þar voru teknar ákvarðanir um að minnka niðurgreiðslur á útfluttar landbúnaðarafurðir. Þessi mál eru bæði flókin og torskilin og eiga eftir að fara í gegnum mikla umræðu áður en endanleg niðurstaða fæst og ljóst verður hver hin raunverulegu áhrif beggja þessara alþjóðlegu funda verða á kjör manna bæði hér og annars staðar. Það virðist ljóst að stórveldin þrjú í Evrópu, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar, hafa samið um það sín á milli hvernig hægt væri að leysa ágreininginni varðandi fjárlög ESB, hin ríkin virðst hafa beðið í hliðarsölum eftir útspili stóru ríkjanna, sérstaklega nýju ríkin, sem eiga mikið undir því að hinir stóru og valdamiklu innan Evrópusambandsins séu örlátir gagnvart þeim sem minna mega sín. Á yfirborðinu verða svo allir að vera sammála, þótt hinir stóru ráði í raun ferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun
Undanfarna daga hafa staðið í yfir hvor í sínum heimshlutanum tveir alþjóðlegir fundir sem geta haft töluverð áhrif á daglegt líf manna víða um heim, og erum við Íslendingar þar ekki undanskildir. Þarna er annars vegar um að ræða fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong um viðskipti í heiminum og hins vegar leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel þar sem tekist var á um fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árin 2007-2013. Annar fundurinn, sá í Asíu, snerti okkur beint, en hinn getur líka haft mikið að segja fyrir daglegt líf okkar hér á landi, þótt við séum ekki í ESB, en með mikilvæga viðskiptasamninga við sambandið. Þessir fundir sýna að við erum hluti af alþjóðlegu kerfi og getum ekki hagað okkur að vild hér á eyju norður í Atlantshafi, þótt stundum vilji brenna við í almennri umræðu að við séum hér einangraðir og engum háðir. Það er af og frá í nútímanum. Við eigum aðild að ýmsum alþjóðasamtökum og verðum að taka mið af ákvörðunum þeirra, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Tíðindin sem Geir H. Haarde flutti okkur frá Hong Kong í síðustu viku, um að stjórnvöld hér væru reiðubúin að lækka tolla og minnka framleiðslustuðning við innlendan landbúnað, eru í samræmi við þátttöku okkar í starfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þessi mál eru lengi búin að vera á döfinni og bara spurning um tíma hvenær við þurfum að laga okkur að þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi stofnunarinnar. Það hittist þannig á að yfirlýsing fjármálaráðherrans á fundinum í Hong Kong kemur í sömu viku og kynnt var enn ein skýrslan um verð á matvælum hér á landi, en einn af þáttunum sem valda háu verði á matvörum hér er einmitt verð á innlendum landbúnaðarvörum. Forráðamenn stærstu matvörukeðjanna hér á landi hafa fagnað yfirlýsingum fjármálaráðherra okkar og boða lægra matvöruverð í kjölfarið, en formaður Bændasamtakanna sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ekki vilja fullyrða að verðlækkanir fylgdu í kjölfarið á ákvörðunum þeim sem teknar hafa verið á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Það á eftir að kanna þessi mál til hlítar, en íslenskir bændur fá þó ákveðinn tíma til aðlögunar að nýjum reglum. Í þessum efnum þurfa menn líka að horfa til fundarins í Brussel, en þar voru teknar ákvarðanir um að minnka niðurgreiðslur á útfluttar landbúnaðarafurðir. Þessi mál eru bæði flókin og torskilin og eiga eftir að fara í gegnum mikla umræðu áður en endanleg niðurstaða fæst og ljóst verður hver hin raunverulegu áhrif beggja þessara alþjóðlegu funda verða á kjör manna bæði hér og annars staðar. Það virðist ljóst að stórveldin þrjú í Evrópu, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar, hafa samið um það sín á milli hvernig hægt væri að leysa ágreininginni varðandi fjárlög ESB, hin ríkin virðst hafa beðið í hliðarsölum eftir útspili stóru ríkjanna, sérstaklega nýju ríkin, sem eiga mikið undir því að hinir stóru og valdamiklu innan Evrópusambandsins séu örlátir gagnvart þeim sem minna mega sín. Á yfirborðinu verða svo allir að vera sammála, þótt hinir stóru ráði í raun ferðinni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun