Fjárkúgun eða flokksvernd? 29. desember 2005 12:05 Eins og kunnugt er lét Einar Kárason rithöfundur frá sér fara doðrant einn mikinn fyrir þessi jól og nefnist Jónsbók og fjallar sem kunnugt er um Jón Ólafsson athafnamann. Þar er meðal annars að finna frásögn (bls. 421) af því þegar á lögmannsskrifstofu stjórnarformanns Sýnar, Sigurðar G. Guðjónssonar, koma, einhvern tíma á árinu 1995, tveir "stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson fyrir hönd fjármálaráðsins og sögðu Sigurði að íslenska útvarpsfélagið ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði[...]. Svo að mennirnir gengu tómhentir á dyr." Ýmsir hafa orðið til að varpa rýrð á einhverjar einstakar frásagnir í bókinni og reyna að gera þær tortryggilegar. Það er athyglisvert að enginn hefur orðið til að véfengja sannleiksgildi þessarar frásagnar. Ég hefði ekki orðið hissa á að sjá frásögn af þessu tagi í ítalskri ævisögu athafnamanns. En getur það verið að á Íslandi geti stjórnmálaflokkar verið í þeirri aðstöðu að skattleggja fyrirtæki "út frá stærð og veltu" og komist upp með að innheimta þetta fé? Hvaða þjónustu veitir stjórnmálaflokkurinn í staðinn? Ég væri ekki í neinum vandræðum með að ímynda mér hvað fyrirtæki á Ítalíu fengju í staðinn: Þau mundu fá margvíslega vernd frá afskiptum og hnýsni opinberra stofnana og njóta margvíslegrar fyrirgreiðslu sem stjórnmálamenn geta veitt. En því verður einfaldlega ekki trúað að óreyndu að opinberir embættismenn hér á landi láti nota sig til óhæfuverka með þeim hætti. Samt veltir höfundur Jónsbókar því fyrir sér hvort ekki megi segja að "Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn." Og Jón Ólafsson veltir því fyrir sér að "í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta - bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni"! Til skamms tíma bjuggum við reyndar við kerfi þar sem bisnissmönnum var nauðsyn að njóta velvildar pólitísks flokks og pólitískra valdamanna til að fá fyrirgreiðslu í ríkisreknu bankakerfi og opinberum sjóðum, sem gjarnan eru kenndir við "sjóðasukk". Kannski var það talið "eðlilegt" í slíku kerfi að menn borguðu í sjóði flokks síns til þess að eiga auðveldari aðgang að framámönnum hans, þyrftu þeir á að halda. Flokkarnir gerðu sitt til að ýta undir slíkar hugmyndir með því að skipa framkvæmdastjóra sína í bankaráð, þar sem sumir þeirra að minnsta kosti notuðu aðstöðu sína til að hafa veruleg afskipti af einstökum lánveitingum og voru þá ekki alltof tilætlunarsamir um ábyrgðir og veð! Hollusta þeirra var semsé fremur við Flokkinn sinn en þá almannastofnun sem þeim hafði verið treyst fyrir að stýra. En þetta á að vera liðin tíð. Fróðlega frásögn af þessu tagi er að finna á öðrum stað í Jónsbók (bls. 330). Þar er sagt frá því að þegar Ingimundur Sigfússon var stjórnarformaður Íslenska útvarpsfélagsins á árinu 1994 og í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins, var ákveðið að kaupa nýja myndlykla fyrir félagið og veitti Íslandsbanki vilyrði fyrir 300 milljóna króna láni til kaupanna. Áður en til greiðslu kom missti Ingimundur og félagar meirihlutann í ÍÚ og afturkallaði Íslandsbanki þá lánsloforðið. Þá var leitað til Landsbankans. Formaður bankaráðs hans var þá Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og formaður útvarpsréttarnefndar, sem úthlutar rekstrarleyfum til frjálsu útvarpsstöðvanna. Bankinn hafnaði að eiga viðskipti við félagið. "Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt [...] að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag, sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Í óformlegum viðræðum við Búnaðarbankann kom í ljós að einnig hann myndi lokaður Íslenska útvarpsfélaginu. Að lokum voru það sparisjóðirnir sem leystu þennan vanda ÍÚ, en í framhaldinu komst félagið í viðskipti við amerískan banka og slapp úr pólitískri hnappheldu íslenska bankakerfisins! Nægja þessi tvö dæmi ekki til að sýna fram á nauðsyn þess, að hér á landi, eins og í flestum löndum hins vestræna heims, séu fjárreiður stjórnmálaflokkanna uppi á borðinu og gerðar opinberar og hafnar með því yfir grunsemdir og tortryggni? Og meðal annarra orða. Hvað er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins að gera í bankaráði einkarekins Landsbanka Íslands? Var það kannski gert að skilyrði við einkavæðingu bankans? Og hverra hagsmunum þjónar hann þar: bankans, sjálfs sín, einhvers hluthafahóps - eða bara Flokksins? Hvergi þar sem ég þekki til norðan Alpafjalla þætti við hæfi að framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks úthlutaði leyfum til fjölmiðlunar og sæti í stjórn fjármálastofnunar, sem á að vera óháð pólitískum valdhöfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Eins og kunnugt er lét Einar Kárason rithöfundur frá sér fara doðrant einn mikinn fyrir þessi jól og nefnist Jónsbók og fjallar sem kunnugt er um Jón Ólafsson athafnamann. Þar er meðal annars að finna frásögn (bls. 421) af því þegar á lögmannsskrifstofu stjórnarformanns Sýnar, Sigurðar G. Guðjónssonar, koma, einhvern tíma á árinu 1995, tveir "stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson fyrir hönd fjármálaráðsins og sögðu Sigurði að íslenska útvarpsfélagið ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði[...]. Svo að mennirnir gengu tómhentir á dyr." Ýmsir hafa orðið til að varpa rýrð á einhverjar einstakar frásagnir í bókinni og reyna að gera þær tortryggilegar. Það er athyglisvert að enginn hefur orðið til að véfengja sannleiksgildi þessarar frásagnar. Ég hefði ekki orðið hissa á að sjá frásögn af þessu tagi í ítalskri ævisögu athafnamanns. En getur það verið að á Íslandi geti stjórnmálaflokkar verið í þeirri aðstöðu að skattleggja fyrirtæki "út frá stærð og veltu" og komist upp með að innheimta þetta fé? Hvaða þjónustu veitir stjórnmálaflokkurinn í staðinn? Ég væri ekki í neinum vandræðum með að ímynda mér hvað fyrirtæki á Ítalíu fengju í staðinn: Þau mundu fá margvíslega vernd frá afskiptum og hnýsni opinberra stofnana og njóta margvíslegrar fyrirgreiðslu sem stjórnmálamenn geta veitt. En því verður einfaldlega ekki trúað að óreyndu að opinberir embættismenn hér á landi láti nota sig til óhæfuverka með þeim hætti. Samt veltir höfundur Jónsbókar því fyrir sér hvort ekki megi segja að "Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn." Og Jón Ólafsson veltir því fyrir sér að "í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta - bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni"! Til skamms tíma bjuggum við reyndar við kerfi þar sem bisnissmönnum var nauðsyn að njóta velvildar pólitísks flokks og pólitískra valdamanna til að fá fyrirgreiðslu í ríkisreknu bankakerfi og opinberum sjóðum, sem gjarnan eru kenndir við "sjóðasukk". Kannski var það talið "eðlilegt" í slíku kerfi að menn borguðu í sjóði flokks síns til þess að eiga auðveldari aðgang að framámönnum hans, þyrftu þeir á að halda. Flokkarnir gerðu sitt til að ýta undir slíkar hugmyndir með því að skipa framkvæmdastjóra sína í bankaráð, þar sem sumir þeirra að minnsta kosti notuðu aðstöðu sína til að hafa veruleg afskipti af einstökum lánveitingum og voru þá ekki alltof tilætlunarsamir um ábyrgðir og veð! Hollusta þeirra var semsé fremur við Flokkinn sinn en þá almannastofnun sem þeim hafði verið treyst fyrir að stýra. En þetta á að vera liðin tíð. Fróðlega frásögn af þessu tagi er að finna á öðrum stað í Jónsbók (bls. 330). Þar er sagt frá því að þegar Ingimundur Sigfússon var stjórnarformaður Íslenska útvarpsfélagsins á árinu 1994 og í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins, var ákveðið að kaupa nýja myndlykla fyrir félagið og veitti Íslandsbanki vilyrði fyrir 300 milljóna króna láni til kaupanna. Áður en til greiðslu kom missti Ingimundur og félagar meirihlutann í ÍÚ og afturkallaði Íslandsbanki þá lánsloforðið. Þá var leitað til Landsbankans. Formaður bankaráðs hans var þá Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og formaður útvarpsréttarnefndar, sem úthlutar rekstrarleyfum til frjálsu útvarpsstöðvanna. Bankinn hafnaði að eiga viðskipti við félagið. "Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt [...] að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag, sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Í óformlegum viðræðum við Búnaðarbankann kom í ljós að einnig hann myndi lokaður Íslenska útvarpsfélaginu. Að lokum voru það sparisjóðirnir sem leystu þennan vanda ÍÚ, en í framhaldinu komst félagið í viðskipti við amerískan banka og slapp úr pólitískri hnappheldu íslenska bankakerfisins! Nægja þessi tvö dæmi ekki til að sýna fram á nauðsyn þess, að hér á landi, eins og í flestum löndum hins vestræna heims, séu fjárreiður stjórnmálaflokkanna uppi á borðinu og gerðar opinberar og hafnar með því yfir grunsemdir og tortryggni? Og meðal annarra orða. Hvað er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins að gera í bankaráði einkarekins Landsbanka Íslands? Var það kannski gert að skilyrði við einkavæðingu bankans? Og hverra hagsmunum þjónar hann þar: bankans, sjálfs sín, einhvers hluthafahóps - eða bara Flokksins? Hvergi þar sem ég þekki til norðan Alpafjalla þætti við hæfi að framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks úthlutaði leyfum til fjölmiðlunar og sæti í stjórn fjármálastofnunar, sem á að vera óháð pólitískum valdhöfum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun