Hlýja mér í hjartanu 5. janúar 2005 00:01 "Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira