Á kafi í ísnum en aldrei kalt 9. janúar 2005 00:01 Hjónin Einar Steindórsson og Þóra Egilsdóttir stunda fisksölu á Freyjugötu 1 í Reykjavík. Þar hafa þau staðið vaktina í þrettán og hálft ár og eru þekkt fyrir þægilega og persónulega þjónustu. "Þetta er dálítið eins og í þorpi," segir Þóra brosandi. "Fastakúnnarnir verða kunningjar manns og maður fylgist með heilsufari og öðru í lífi þeirra." Sjálf er hún Eyrbekkingur að uppruna og þekkir þorpslíf af eigin raun. Kveðst allt að því fædd í slorinu og kunna vel við stemninguna kringum fiskinn. Einar er líka ánægður með starfið enda þótt vinnudagurinn sé oft langur. "Maður er sjálfs síns herra og þetta er ágætt í alla staði," segir hann. "Ég var sendiferðabílstjóri áður en ég byrjaði í þessu. Annars var ég á Stokkseyri fyrstu 40 æviárin og þá lengst af á sjó." En skyldi fiskbúðabransinn hafa breyst frá því að þau byrjuðu árið 1992? "Það eru engar stórbreytingar nema hvað áherslan hefur verið að færast meira yfir á tilbúna rétti sem fólk getur gripið með sér og þarf lítið að hafa fyrir, ofnrétti, bollur, plokkfisk og fisk í raspi. Þannig eru kröfur tímans og maður verður að fylgja þeim," segir Einar og þakkar konu sinni vinsældir tilbúnu réttanna þeirra. "Við höfum þetta bara eins og það sé heimatilbúið og eins og maður lærði af mömmu og tengdamömmu. Þannig vill fólk hafa það," segir Þóra. Einar kaupir fiskinn á mörkuðunum í gegnum tölvuna, mest á Faxamarkaði. "Ef ég kaupi fisk til dæmis austan af Hornafirði þá næ ég bara í hann niður á Faxamarkað morguninn eftir. Bílarnir eru á ferðinni allan sólarhringinn," segir hann. Meðan Einar sér um að kaupa fiskinn sér Þóra um að selja hann og í lokin er hún spurð hvort þetta sé ekki kuldalegt starf. "Nei," svarar hún og hlær. "Oftast er ég berfætt í stígvélunum, þannig líður mér best. Svo er ég alltaf berhent. Þó að ég sé á kafi í ísnum þá er mér aldrei kalt." Atvinna Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hjónin Einar Steindórsson og Þóra Egilsdóttir stunda fisksölu á Freyjugötu 1 í Reykjavík. Þar hafa þau staðið vaktina í þrettán og hálft ár og eru þekkt fyrir þægilega og persónulega þjónustu. "Þetta er dálítið eins og í þorpi," segir Þóra brosandi. "Fastakúnnarnir verða kunningjar manns og maður fylgist með heilsufari og öðru í lífi þeirra." Sjálf er hún Eyrbekkingur að uppruna og þekkir þorpslíf af eigin raun. Kveðst allt að því fædd í slorinu og kunna vel við stemninguna kringum fiskinn. Einar er líka ánægður með starfið enda þótt vinnudagurinn sé oft langur. "Maður er sjálfs síns herra og þetta er ágætt í alla staði," segir hann. "Ég var sendiferðabílstjóri áður en ég byrjaði í þessu. Annars var ég á Stokkseyri fyrstu 40 æviárin og þá lengst af á sjó." En skyldi fiskbúðabransinn hafa breyst frá því að þau byrjuðu árið 1992? "Það eru engar stórbreytingar nema hvað áherslan hefur verið að færast meira yfir á tilbúna rétti sem fólk getur gripið með sér og þarf lítið að hafa fyrir, ofnrétti, bollur, plokkfisk og fisk í raspi. Þannig eru kröfur tímans og maður verður að fylgja þeim," segir Einar og þakkar konu sinni vinsældir tilbúnu réttanna þeirra. "Við höfum þetta bara eins og það sé heimatilbúið og eins og maður lærði af mömmu og tengdamömmu. Þannig vill fólk hafa það," segir Þóra. Einar kaupir fiskinn á mörkuðunum í gegnum tölvuna, mest á Faxamarkaði. "Ef ég kaupi fisk til dæmis austan af Hornafirði þá næ ég bara í hann niður á Faxamarkað morguninn eftir. Bílarnir eru á ferðinni allan sólarhringinn," segir hann. Meðan Einar sér um að kaupa fiskinn sér Þóra um að selja hann og í lokin er hún spurð hvort þetta sé ekki kuldalegt starf. "Nei," svarar hún og hlær. "Oftast er ég berfætt í stígvélunum, þannig líður mér best. Svo er ég alltaf berhent. Þó að ég sé á kafi í ísnum þá er mér aldrei kalt."
Atvinna Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira