Engin lognmolla framundan 17. janúar 2005 00:01 Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann. Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann.
Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira