Getur farið í Bónus á íslensku 19. janúar 2005 00:01 Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir. Nám Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir.
Nám Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira