Stríð gegn fátækt 20. janúar 2005 00:01 Því er stundum haldið fram, að heimsbyggðinni hafi orðið lítt ágengt í orustunni við fátækt undangengna áratugi, en það er ekki rétt. Sannleikurinn er sá, að verulega hefur dregið úr sárri fátækt um heiminn. Með sárri fátækt í þróunarlöndum er venjulega átt við þjóðartekjur á mann undir einum Bandaríkjadollara á dag. Á þann mælikvarða fækkaði fátæklingum úr röskum helmingi mannfjöldans í Asíu fyrir tveim áratugum niður í þriðjung í Suður-Asíu, þ.m.t. Indland, og niður í fimmtung í Austur-Asíu, þ.m.t. Kína. Þetta þýðir það, að hundruð milljóna manna hafa hafizt upp úr sárri fátækt í átt til bjargálna. Afríka er annar handleggur, því að þar hefur hlutfall fátækra í mannfjöldanum staðið nokkurn veginn í stað síðan 1980: nærri helmingur allra Afríkubúa býr enn við sára fátækt. Árið 1981 bjuggu 1,4 milljarðar jarðarbúa við sára fátækt, eða tæpur þriðjungur. Tuttugu árum síðar var talan komin niður í 1,1 milljarð, eða röskan sjöttung. Það er framför, enda þótt sár fátækt sé víða þyngri en tárum taki, einkum í Afríku. Hvað er til ráða? Alþjóðastofnanir og einstök lönd hafa rétt fátækum þjóðum hjálparhönd í meira en hálfa öld, en árangur hjálparstarfsins hefur verið umdeildur. Sumir efast um, að hjálpin hafi gert nokkurt umtalsvert gagn. Ég er á öðru máli. Sár fátækt er eins og mikill eldsvoði. Þróunarhjálp er eins og slökkvistarf. Þróunaraðstoð ríkra landa við Afríkulönd hefur að minni hyggju og margra annarra verið of lítil: hún hefur verið borin saman við einn slökkviliðsmann að berjast við mikinn eld, án árangurs. Sumir hafa þá sagt: þarna sjáið þið, hjálpin ber engan árangur, við skulum hætta þessu. Aðrir segja, og það geri ég: það vantar fleiri í slökkviliðið, við skulum auka þróunarhjálpina, svo að hún geti skilað árangri. Ég held, að meiri og markvissari hjálp við fátæk lönd geti gert þeim mikið gagn, sé vel á málum haldið. Hvað þarf til þess? Meira fé í fyrsta lagi. Þrátt fyrir ítrekaðar samþykktir í þá veru, að iðnríkin láti 0,7% af landsframleiðslu sinni ganga til þróunarhjálpar, hafa aðeins nokkur lönd náð þessu marki (Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð). Bandaríkin létu 0,13% af landsframleiðslu sinni af hendi rakna 2002, litlu minna en Ísland, á móti 0,35% af hálfu Evrópusambandslanda. Ríkisstjórnin hér heima hefur nýlega ákveðið að auka til muna fjárframlög Íslands til þróunarhjálpar. En peningar eru samt ekki allt, sem til þarf, því að það er ekki sama, hversu með þá er farið. Stjórnarfari í fátækum löndum er víða ábótavant, svo að viðtakendur þróunarfjár hafa þá stundum freistazt til að stinga því undan í stað þess að beina því til réttra viðtakenda. Látum eitt dæmi duga: Móbútu keisari í Saír, sem heitir nú aftur Kongó, stal umtalsverðum hluta þeirrar fjárhagsaðstoðar, sem var mokað inn í landið um langt árabil, og lagði féð inn á bankareikninga sína í Sviss og víðar. Allir vissu þetta, og enginn gerði neitt. Eitt sinn þegar erlendir fulltrúar gefenda komu að heimsækja hann, sendi hann þotu þjóðflugfélagsins til Frakklands að sækja stúlknakór til að syngja fyrir gesti sína. Annað var eftir því. Þess vegna getur það reynzt betur að reiða þróunarhjálpina fram í fríðu: með því kenna fólkinu, lækna mein þess og þannig áfram, því að þess konar aðstoð er ólíklegri til þess að fara til spillis í höndum spilltra landsfeðra. Þarna er e.t.v. verk að vinna handa Íslendingum: við getum boðizt til að senda kennara, lækna og hjúkrunarfólk að hjálpa til í þeim löndum, sem við kjósum helzt að styðja og styrkja, í stað þess að senda þeim fé. En jafnvel þetta er ekki nóg. Þróunarhjálp þarf helzt að lúta ákveðum skilyrðum, eigi hún að bera ávöxt – skilyrðum, sem er ætlað að tryggja, að aðstoðin skili árangri. Þau lönd, sem hafa þegar náð viðunandi árangri, eiga þá greiðari aðgang að þróunarhjálp en önnur lönd, sem hafa staðið sig sýnu verr. Með þessu vinnulagi væru þróunarlöndum send skýr skilaboð þess efnis, að þau lönd, sem standa sig vel með því t.d. að halda verðbólgu og spillingu í skefjum, eigi verðlaun í vændum og önnur lönd, þar sem hagstjórnin og stjórnarfarið eru í lakara horfi, þurfi þá að bíða. Nýlegar rannsóknir hagfræðinga á áhrifum þróunarhjálpar benda til þess, að hún beri árangur, þegar hún helzt í hendur við góða hagstjórn og gott hagskipulag – og stundum minni en engan ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Því er stundum haldið fram, að heimsbyggðinni hafi orðið lítt ágengt í orustunni við fátækt undangengna áratugi, en það er ekki rétt. Sannleikurinn er sá, að verulega hefur dregið úr sárri fátækt um heiminn. Með sárri fátækt í þróunarlöndum er venjulega átt við þjóðartekjur á mann undir einum Bandaríkjadollara á dag. Á þann mælikvarða fækkaði fátæklingum úr röskum helmingi mannfjöldans í Asíu fyrir tveim áratugum niður í þriðjung í Suður-Asíu, þ.m.t. Indland, og niður í fimmtung í Austur-Asíu, þ.m.t. Kína. Þetta þýðir það, að hundruð milljóna manna hafa hafizt upp úr sárri fátækt í átt til bjargálna. Afríka er annar handleggur, því að þar hefur hlutfall fátækra í mannfjöldanum staðið nokkurn veginn í stað síðan 1980: nærri helmingur allra Afríkubúa býr enn við sára fátækt. Árið 1981 bjuggu 1,4 milljarðar jarðarbúa við sára fátækt, eða tæpur þriðjungur. Tuttugu árum síðar var talan komin niður í 1,1 milljarð, eða röskan sjöttung. Það er framför, enda þótt sár fátækt sé víða þyngri en tárum taki, einkum í Afríku. Hvað er til ráða? Alþjóðastofnanir og einstök lönd hafa rétt fátækum þjóðum hjálparhönd í meira en hálfa öld, en árangur hjálparstarfsins hefur verið umdeildur. Sumir efast um, að hjálpin hafi gert nokkurt umtalsvert gagn. Ég er á öðru máli. Sár fátækt er eins og mikill eldsvoði. Þróunarhjálp er eins og slökkvistarf. Þróunaraðstoð ríkra landa við Afríkulönd hefur að minni hyggju og margra annarra verið of lítil: hún hefur verið borin saman við einn slökkviliðsmann að berjast við mikinn eld, án árangurs. Sumir hafa þá sagt: þarna sjáið þið, hjálpin ber engan árangur, við skulum hætta þessu. Aðrir segja, og það geri ég: það vantar fleiri í slökkviliðið, við skulum auka þróunarhjálpina, svo að hún geti skilað árangri. Ég held, að meiri og markvissari hjálp við fátæk lönd geti gert þeim mikið gagn, sé vel á málum haldið. Hvað þarf til þess? Meira fé í fyrsta lagi. Þrátt fyrir ítrekaðar samþykktir í þá veru, að iðnríkin láti 0,7% af landsframleiðslu sinni ganga til þróunarhjálpar, hafa aðeins nokkur lönd náð þessu marki (Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð). Bandaríkin létu 0,13% af landsframleiðslu sinni af hendi rakna 2002, litlu minna en Ísland, á móti 0,35% af hálfu Evrópusambandslanda. Ríkisstjórnin hér heima hefur nýlega ákveðið að auka til muna fjárframlög Íslands til þróunarhjálpar. En peningar eru samt ekki allt, sem til þarf, því að það er ekki sama, hversu með þá er farið. Stjórnarfari í fátækum löndum er víða ábótavant, svo að viðtakendur þróunarfjár hafa þá stundum freistazt til að stinga því undan í stað þess að beina því til réttra viðtakenda. Látum eitt dæmi duga: Móbútu keisari í Saír, sem heitir nú aftur Kongó, stal umtalsverðum hluta þeirrar fjárhagsaðstoðar, sem var mokað inn í landið um langt árabil, og lagði féð inn á bankareikninga sína í Sviss og víðar. Allir vissu þetta, og enginn gerði neitt. Eitt sinn þegar erlendir fulltrúar gefenda komu að heimsækja hann, sendi hann þotu þjóðflugfélagsins til Frakklands að sækja stúlknakór til að syngja fyrir gesti sína. Annað var eftir því. Þess vegna getur það reynzt betur að reiða þróunarhjálpina fram í fríðu: með því kenna fólkinu, lækna mein þess og þannig áfram, því að þess konar aðstoð er ólíklegri til þess að fara til spillis í höndum spilltra landsfeðra. Þarna er e.t.v. verk að vinna handa Íslendingum: við getum boðizt til að senda kennara, lækna og hjúkrunarfólk að hjálpa til í þeim löndum, sem við kjósum helzt að styðja og styrkja, í stað þess að senda þeim fé. En jafnvel þetta er ekki nóg. Þróunarhjálp þarf helzt að lúta ákveðum skilyrðum, eigi hún að bera ávöxt – skilyrðum, sem er ætlað að tryggja, að aðstoðin skili árangri. Þau lönd, sem hafa þegar náð viðunandi árangri, eiga þá greiðari aðgang að þróunarhjálp en önnur lönd, sem hafa staðið sig sýnu verr. Með þessu vinnulagi væru þróunarlöndum send skýr skilaboð þess efnis, að þau lönd, sem standa sig vel með því t.d. að halda verðbólgu og spillingu í skefjum, eigi verðlaun í vændum og önnur lönd, þar sem hagstjórnin og stjórnarfarið eru í lakara horfi, þurfi þá að bíða. Nýlegar rannsóknir hagfræðinga á áhrifum þróunarhjálpar benda til þess, að hún beri árangur, þegar hún helzt í hendur við góða hagstjórn og gott hagskipulag – og stundum minni en engan ella.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun