Franskt snilldarverk Egill Helgason skrifar 25. janúar 2005 00:01 Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira