Leigja vélarnar til Kína og víðar 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira