Hagnaður bankanna aldrei meiri 28. janúar 2005 00:01 Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira