Byggja upp fjárfestingarbanka 1. febrúar 2005 00:01 Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira