Fékk sjónina aftur eftir aðgerðir 2. febrúar 2005 00:01 Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur. Heilbrigðismál Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira
Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur.
Heilbrigðismál Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira