Somerfield á stórinnkaupalistann 11. febrúar 2005 00:01 Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið. Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið.
Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira