Bassagítarinn er stofustáss 17. febrúar 2005 00:01 Á heimili Skúla Gautasonar er hægt að finna margt skemmtilegt og þar á meðal forláta bassagítar sem á sér skemmtilega sögu. "Ég á bassagítar sem er óskaplega fallegt og gott hljóðfæri og stendur hér sem stofustáss á heimilinu, þó ég taki nú í hann af og til og spili á hann," segir Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður með meiru. Skúli segir bassagítarinn uppfulllan af góðum minningum og þá sérstaklega frá því er hann var í hljómsveitinni Pungó og Daisy. "Við fórum austur í Atlavík þar sem Stuðmenn voru að spila og tókum þátt í hljómsveitakeppni, sælla minninga, en unnum þó ekki," segir Skúli og hlær en segir þó að það komi gjarnan fyrir að fólk komi til hans enn í dag sem muni eftir honum úr bandinu góða. "Bassinn minnir mig á þennan tíma en þetta var gríðarlega mikið ævintýri," segir Skúli sem seinna stofnaði Sniglabandið og margir sem þekkja hann þaðan, þó ekki hafi hann spilað á bassa þar. Á heimili Skúla ægir öllu saman að hans sögn og á hver hlutur sér minningu, enda er hann ekki maður sem stekkur til og kaupir það nýjasta á markaðinum. "Ég er lengi að taka nýja hönnun í sátt en þegar ég geri það, þá er ég henni tryggur," segir Skúli. Hann er alvanur að tónlistin sé hluti af heimilinu og spilaði pabbi hans meðal annars bæði á harmóniku og sög. "Pabbi var meira segja nokkuð góður á sög, en til þess þarf maður bæði að vera músíkalskur og handsterkur," segir Skúli sem erfði nokkrar sagir eftir pabba sinn, bæði sérhannaðar sem hljóðfæri og aðrar sem hann hafði fundið á lífsleiðinni og hljómuðu vel. "Ég hlusta mikið eftir því hvernig hlutir hljóma, hvort sem það eru bollar eða styttur eða hvað sem er," segir Skúli sem augljóslega fær hljóðfæri og heimilishluti til að renna í eitt. Hús og heimili Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Á heimili Skúla Gautasonar er hægt að finna margt skemmtilegt og þar á meðal forláta bassagítar sem á sér skemmtilega sögu. "Ég á bassagítar sem er óskaplega fallegt og gott hljóðfæri og stendur hér sem stofustáss á heimilinu, þó ég taki nú í hann af og til og spili á hann," segir Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður með meiru. Skúli segir bassagítarinn uppfulllan af góðum minningum og þá sérstaklega frá því er hann var í hljómsveitinni Pungó og Daisy. "Við fórum austur í Atlavík þar sem Stuðmenn voru að spila og tókum þátt í hljómsveitakeppni, sælla minninga, en unnum þó ekki," segir Skúli og hlær en segir þó að það komi gjarnan fyrir að fólk komi til hans enn í dag sem muni eftir honum úr bandinu góða. "Bassinn minnir mig á þennan tíma en þetta var gríðarlega mikið ævintýri," segir Skúli sem seinna stofnaði Sniglabandið og margir sem þekkja hann þaðan, þó ekki hafi hann spilað á bassa þar. Á heimili Skúla ægir öllu saman að hans sögn og á hver hlutur sér minningu, enda er hann ekki maður sem stekkur til og kaupir það nýjasta á markaðinum. "Ég er lengi að taka nýja hönnun í sátt en þegar ég geri það, þá er ég henni tryggur," segir Skúli. Hann er alvanur að tónlistin sé hluti af heimilinu og spilaði pabbi hans meðal annars bæði á harmóniku og sög. "Pabbi var meira segja nokkuð góður á sög, en til þess þarf maður bæði að vera músíkalskur og handsterkur," segir Skúli sem erfði nokkrar sagir eftir pabba sinn, bæði sérhannaðar sem hljóðfæri og aðrar sem hann hafði fundið á lífsleiðinni og hljómuðu vel. "Ég hlusta mikið eftir því hvernig hlutir hljóma, hvort sem það eru bollar eða styttur eða hvað sem er," segir Skúli sem augljóslega fær hljóðfæri og heimilishluti til að renna í eitt.
Hús og heimili Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira