Íslenska lopapeysan sem tískuvara 24. febrúar 2005 00:01 Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar. Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar.
Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira