Hundar í leikskóla 24. febrúar 2005 00:01 Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann. Tilveran Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann.
Tilveran Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira