Víkingar í jakkafötum 27. febrúar 2005 00:01 Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur