Góður tími til runnaklippinga 28. febrúar 2005 00:01 Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring." Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring."
Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira