Marimekko-föt loksins á Íslandi 3. mars 2005 00:01 Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það var líf og fjör í verslunarhúsnæðinu Iðu laugardaginn 26. febrúar þegar Marimekko-verslun var opnuð þar í kjallaranum. Marimekko er finnsk hönnun og hefur verið seld að einhverju leyti í versluninni Epal hingað til og verður seld þar áfram. Verslunin í Iðu sérhæfir sig í Marimekko-fatnaði á meðan Epal er með töskur og ýmislegt til heimilisins frá merkinu. Marimekko var stofnað árið 1951 og hefur síðan þá verið í sífelldri sókn og er merkið þekkt um heim allan. Á laugardaginn var haldin Marimekko-tískusýning í tilefni opnunarinnar þar sem vor- og sumartískan var sýnd. Í versluninni eru eingöngu kvenföt, bæði á börn og fullorðna. Einnig er þar að finna efni, handklæði, töskur, buddur og sængurverasett svo eitthvað sé nefnt. Marimekko-fatahönnunin er afar glæsileg og einföld en munstrin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Fötin frá Marimekko eru litrík og má segja að grænn sé tískulitur vorsins og sumarsins. Tískusýningin í Iðu vakti mikla lukku meðal viðstaddra og greinilegt að verslunin er kærkomin viðbót í tískuflóru miðbæjarins.Grænt er greinilega litur sumarsins.PjeturLitirnir eru allsráðandi.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira