Togarastemning í Greiningardeild 6. mars 2005 00:01 Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja." Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja."
Atvinna Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira