Óvenjulegur kvöldverður 6. mars 2005 00:01 Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki
Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira