Algjört augnakonfekt 10. mars 2005 00:01 Nú er loksins búið að slá botninn í tískuvikur heimsins sem hafa sýnt tískuunnendum og öðrum aðstandendum tískuna fyrir haustið og veturinn 2005 til 2006. Síðasta tískuvikan í þessu holli var í París og lauk henni síðastliðinn mánudag. Fyrstu tískuvikurnar hófust hins vegar snemma í janúar og mun eflaust mörgum þykja næstkomandi mánuðir kærkomin hvíld frá tískupælingum og tískuamstri. Það er greinilegt að litirnir munu hafa yfirhöndina í haust og vetur. Loðfeldurinn sívinsæli heldur velli og það er ekki laust við að allt gangi í stílum. Hönnuðir þykja óvenju djarfir í ár og sumir hafa hreinlega skipt út jarðlitunum og gráu tónunum fyrir litríkan, nútímalegan og tilraunakenndan fatnað -- skapað algjört augnakonfekt.Rautt og loðið frá Elio Berhanyer í Madrid.Flott prjónaföt fyrir strákana frá Missoni á herratískuvikunni í Mílanó.Manni ætti ekki að vera kalt í þessari kápu frá Isaac Mizrahi í New York.Þessi fatnaður frá Rolf Snoeren og Viktor Horsting ætti að vera sæmilega hlýr í París.Dolce og Gabbana ullu aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þótt þeir séu hættir saman.Senjórítustemming í hönnun Julien MacDonald í London.Létt geggjað frá Antonio Berardi í Mílanó. Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Nú er loksins búið að slá botninn í tískuvikur heimsins sem hafa sýnt tískuunnendum og öðrum aðstandendum tískuna fyrir haustið og veturinn 2005 til 2006. Síðasta tískuvikan í þessu holli var í París og lauk henni síðastliðinn mánudag. Fyrstu tískuvikurnar hófust hins vegar snemma í janúar og mun eflaust mörgum þykja næstkomandi mánuðir kærkomin hvíld frá tískupælingum og tískuamstri. Það er greinilegt að litirnir munu hafa yfirhöndina í haust og vetur. Loðfeldurinn sívinsæli heldur velli og það er ekki laust við að allt gangi í stílum. Hönnuðir þykja óvenju djarfir í ár og sumir hafa hreinlega skipt út jarðlitunum og gráu tónunum fyrir litríkan, nútímalegan og tilraunakenndan fatnað -- skapað algjört augnakonfekt.Rautt og loðið frá Elio Berhanyer í Madrid.Flott prjónaföt fyrir strákana frá Missoni á herratískuvikunni í Mílanó.Manni ætti ekki að vera kalt í þessari kápu frá Isaac Mizrahi í New York.Þessi fatnaður frá Rolf Snoeren og Viktor Horsting ætti að vera sæmilega hlýr í París.Dolce og Gabbana ullu aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þótt þeir séu hættir saman.Senjórítustemming í hönnun Julien MacDonald í London.Létt geggjað frá Antonio Berardi í Mílanó.
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira