Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni 11. mars 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira