Kaup Íslandsbanka samþykkt 16. mars 2005 00:01 Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir þetta stórt skref fyrir bankann. „Ég er afar ánægður með þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið í Noregi, jafnt hjá fjármálayfirvöldum, viðskiptalífinu og almenningi. Kaupin á BNbank gengu afar vel og með þeim höfum við náð að skjóta rótum í Noregi. Okkar bíður það spennandi verkefni, með stjórnendum þeirra norsku félaga sem við höfum fjárfest í, að byggja upp og efla reksturinn enn frekar með því að styrkja samkeppnishæfni þeirra,“ segir Bjarni. Íslandsbanki mun eftir samþykki norska fjármálaráðuneytisins eignast 99,54% hlutafjár í BNbank á grunni þeirra viðskipta og samninga sem fyrir liggja. Gert er ráð fyrir að kaupverð og vaxtagreiðslur til hluthafa verði greidd seljendum í kringum 31. mars 2005. Um leið og kaupin ganga í gegn mun Íslandsbanki leggja fram lokatilboð í samræmi við norsk verðbréfalög. Tilboðið verður lagt fram af Íslandsbanka um leið og því verður við komið og innan þeirra fjögurra vikna tímamarka sem gefin eru í norskum verðbréfalögum. Þar sem Íslandsbanki mun eftir kaupin eiga yfir 90% hlutafjár í BNbank getur Íslandsbanki innkallað þá hluti sem eftir eru í BNbank í samræmi við lög um hlutafélög í Noregi. Íslandsbanki mun því samhliða lokatilboði beita innköllunarrétti sínum á þeim hlutum sem eftir standa í BNbank. Búist er við að tilboðstímabil lokatilboðsins hefjist í byrjun apríl. Auk þess er gert ráð fyrir að Íslandsbanki beiti innköllunarrétti sínum á fyrsta degi tilboðstímabilsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir þetta stórt skref fyrir bankann. „Ég er afar ánægður með þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið í Noregi, jafnt hjá fjármálayfirvöldum, viðskiptalífinu og almenningi. Kaupin á BNbank gengu afar vel og með þeim höfum við náð að skjóta rótum í Noregi. Okkar bíður það spennandi verkefni, með stjórnendum þeirra norsku félaga sem við höfum fjárfest í, að byggja upp og efla reksturinn enn frekar með því að styrkja samkeppnishæfni þeirra,“ segir Bjarni. Íslandsbanki mun eftir samþykki norska fjármálaráðuneytisins eignast 99,54% hlutafjár í BNbank á grunni þeirra viðskipta og samninga sem fyrir liggja. Gert er ráð fyrir að kaupverð og vaxtagreiðslur til hluthafa verði greidd seljendum í kringum 31. mars 2005. Um leið og kaupin ganga í gegn mun Íslandsbanki leggja fram lokatilboð í samræmi við norsk verðbréfalög. Tilboðið verður lagt fram af Íslandsbanka um leið og því verður við komið og innan þeirra fjögurra vikna tímamarka sem gefin eru í norskum verðbréfalögum. Þar sem Íslandsbanki mun eftir kaupin eiga yfir 90% hlutafjár í BNbank getur Íslandsbanki innkallað þá hluti sem eftir eru í BNbank í samræmi við lög um hlutafélög í Noregi. Íslandsbanki mun því samhliða lokatilboði beita innköllunarrétti sínum á þeim hlutum sem eftir standa í BNbank. Búist er við að tilboðstímabil lokatilboðsins hefjist í byrjun apríl. Auk þess er gert ráð fyrir að Íslandsbanki beiti innköllunarrétti sínum á fyrsta degi tilboðstímabilsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur