Biskupinn í Silfri Egils 17. mars 2005 00:01 Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun
Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.