Nýja vorlínan frá snyrtivöruframleiðandanum Bourjois er aldeilis sumarleg. Ljósir litir eru í aðalhlutverki og pastellitirnir alls ráðandi.
Bleikur kinnalitur, blátt, bleikt og grænt á augun og skærbleikt á varirnar er aðalmálið í vor og sumar. Neglurnar eru dökkar til að skapa skemmtilegar andstæður. Línan er hress og sumarleg og gæti jafnvel dregið fram prakkarann í siðprúðasta fólki.