Gengið lækkar 23. mars 2005 00:01 Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira