Er gott efni í vinnualka 29. mars 2005 00:01 Það eru frímínútur hjá Helgu Luciu þegar Fréttablaðið hittir hana í setustofu Öskju í Vatnsmýrinni til að forvitnast um námið hennar og framtíðina. "Ég ætlaði mér alltaf í íslensku en svo var ég að vinna á Jökulsárlóni í fyrrasumar og þar kviknaði jarðfræðiáhuginn. Ég byrjaði því síðastliðið haust í íslensku og jarðfræði. Draumur minn er að verða kennari og ég taldi að með þessari blöndu hefði ég dálítið víðtækt svið. Svo var jarðfræðin ekki eins og ég bjóst við og eiginlega ekki íslenskan heldur svo þetta varð frekar vandræðalegt," segir hún og bætir við. "En þá fann ég jarðeðlisfræðina og líkar vel í henni." Þar sem Helga Lucia hóf jarðeðlisfræðinámið um áramót missti hún af byrjunarnámskeiðunum en tekur þau bara næsta haust. Hún reiknar með að útskrifast eftir fjögur ár með 90 einingar í jarðeðlisfræði og 30 einingar í íslensku. Síðan ætlar hún að taka kennsluréttindi. "Það tekur bara eitt ár," segir hún brosandi. Kveðst hafa kynnst kennslu í fyrravetur í Hornafirði og þótt það rosalega gaman. Þar var hún í afleysingum, fyrst sem umsjónarkennari 3. bekkjar í Nesjaskóla og síðan í Heppuskóla að kenna íslensku í 8. bekk og stærðfræði í 9. bekk. Það vefst aðeins fyrir Helgu Luciu hvort raungreinar eða tungumál eigi betur við hana og við eftirgrennslan kemur í ljós að á stúdentsprófi frá Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu útskrifaðist hún bæði af náttúrufræðibraut og málabraut og hreppti verðlaun í fjórum greinum. Með háskólanáminu vinnur hún svo í Krónunni um helgar og þrjú til fjögur kvöld í viku. Hvernig fer hún að þessu? "Eina ráðið er að skipuleggja sig," segir hún hress. "Ég er áreiðanlega mjög gott efni í vinnualka því ég verð alltaf að hafa mikið fyrir stafni." Nám Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það eru frímínútur hjá Helgu Luciu þegar Fréttablaðið hittir hana í setustofu Öskju í Vatnsmýrinni til að forvitnast um námið hennar og framtíðina. "Ég ætlaði mér alltaf í íslensku en svo var ég að vinna á Jökulsárlóni í fyrrasumar og þar kviknaði jarðfræðiáhuginn. Ég byrjaði því síðastliðið haust í íslensku og jarðfræði. Draumur minn er að verða kennari og ég taldi að með þessari blöndu hefði ég dálítið víðtækt svið. Svo var jarðfræðin ekki eins og ég bjóst við og eiginlega ekki íslenskan heldur svo þetta varð frekar vandræðalegt," segir hún og bætir við. "En þá fann ég jarðeðlisfræðina og líkar vel í henni." Þar sem Helga Lucia hóf jarðeðlisfræðinámið um áramót missti hún af byrjunarnámskeiðunum en tekur þau bara næsta haust. Hún reiknar með að útskrifast eftir fjögur ár með 90 einingar í jarðeðlisfræði og 30 einingar í íslensku. Síðan ætlar hún að taka kennsluréttindi. "Það tekur bara eitt ár," segir hún brosandi. Kveðst hafa kynnst kennslu í fyrravetur í Hornafirði og þótt það rosalega gaman. Þar var hún í afleysingum, fyrst sem umsjónarkennari 3. bekkjar í Nesjaskóla og síðan í Heppuskóla að kenna íslensku í 8. bekk og stærðfræði í 9. bekk. Það vefst aðeins fyrir Helgu Luciu hvort raungreinar eða tungumál eigi betur við hana og við eftirgrennslan kemur í ljós að á stúdentsprófi frá Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu útskrifaðist hún bæði af náttúrufræðibraut og málabraut og hreppti verðlaun í fjórum greinum. Með háskólanáminu vinnur hún svo í Krónunni um helgar og þrjú til fjögur kvöld í viku. Hvernig fer hún að þessu? "Eina ráðið er að skipuleggja sig," segir hún hress. "Ég er áreiðanlega mjög gott efni í vinnualka því ég verð alltaf að hafa mikið fyrir stafni."
Nám Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira