SÍF selur 55% í Iceland Seafood 30. mars 2005 00:01 SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Salan á Iceland Seafood og Tros er liður í stefnumörkun SÍF þess efnis að skilja að fullvinnslu félagsins annars vegar, og hefðbundið markaðs- og sölustarf með sjávarafurðir hins vegar, og skerpa þar með áherslur í starfseminni, að því fram kemur á vef Kauphallarinnar. SÍF hefur jafnframt selt allan eignarhlut sinn í Tros í Sandgerði sem er sérhæft í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Tros ehf. verður dótturfélag Iceland Seafood International. Salan hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu SÍF hf. Fyrirvari er gerður um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Við söluna á hlutnum í Iceland Seafood verður félagið hlutdeildarfélag SÍF hf. og hverfur úr samstæðureikningsskilum félagsins. Samhliða lækka vaxtaberandi skuldir samstæðunnar um 63 milljónir evra sé miðað við síðustu áramót en heildareignir Iceland Seafood International voru þá ríflega 105 milljónir evra. Áætluð áhrif á EBITDA SÍF vegna sölu Iceland Seafood og Tros er tæplega 5 milljónir evra á ári. Forstjóri Iceland Seafood International verður Kristján Þ. Davíðsson, áður forstjóri Granda hf. og aðstoðarforstjóri HB Granda ehf. Benedikt Sveinsson, áður forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, verður stjórnarformaður félagsins. Samhliða kaupunum á Iceland Seafoood International hafa tekist samningar milli nýrra eigenda og eigenda fiskútflutningsfyrirtækisins B. Benediktsson ehf. um sameiningu félaganna undir nafni Iceland Seafood International ehf. Mun Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri B. Benediktsson ehf. og annar aðaleigandi, leiða saltfisksölu hins sameinaða fyrirtækis. Að loknum fyrirhuguðum eignarhaldsbreytingum er gert ráð fyrir að eignarhald Iceland Seafood International verði í stórum dráttum með þeim hætti að Feldir eigi 55%, SÍF hf. 25% og starfsmenn 20%. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood International með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn. Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Salan á Iceland Seafood og Tros er liður í stefnumörkun SÍF þess efnis að skilja að fullvinnslu félagsins annars vegar, og hefðbundið markaðs- og sölustarf með sjávarafurðir hins vegar, og skerpa þar með áherslur í starfseminni, að því fram kemur á vef Kauphallarinnar. SÍF hefur jafnframt selt allan eignarhlut sinn í Tros í Sandgerði sem er sérhæft í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Tros ehf. verður dótturfélag Iceland Seafood International. Salan hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu SÍF hf. Fyrirvari er gerður um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Við söluna á hlutnum í Iceland Seafood verður félagið hlutdeildarfélag SÍF hf. og hverfur úr samstæðureikningsskilum félagsins. Samhliða lækka vaxtaberandi skuldir samstæðunnar um 63 milljónir evra sé miðað við síðustu áramót en heildareignir Iceland Seafood International voru þá ríflega 105 milljónir evra. Áætluð áhrif á EBITDA SÍF vegna sölu Iceland Seafood og Tros er tæplega 5 milljónir evra á ári. Forstjóri Iceland Seafood International verður Kristján Þ. Davíðsson, áður forstjóri Granda hf. og aðstoðarforstjóri HB Granda ehf. Benedikt Sveinsson, áður forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, verður stjórnarformaður félagsins. Samhliða kaupunum á Iceland Seafoood International hafa tekist samningar milli nýrra eigenda og eigenda fiskútflutningsfyrirtækisins B. Benediktsson ehf. um sameiningu félaganna undir nafni Iceland Seafood International ehf. Mun Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri B. Benediktsson ehf. og annar aðaleigandi, leiða saltfisksölu hins sameinaða fyrirtækis. Að loknum fyrirhuguðum eignarhaldsbreytingum er gert ráð fyrir að eignarhald Iceland Seafood International verði í stórum dráttum með þeim hætti að Feldir eigi 55%, SÍF hf. 25% og starfsmenn 20%. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood International með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn.
Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira