Lífið

Líka fallegir án blóma

Afskorin blóm lífga upp á heimilið og færa okkur vorið heim. Blómin þurfa vasa og skemmtilegra er ef vasinn er fallegur en sumir blómavasar eru þó það fallegir að þeir þurfa engin blóm og geta staðið einir og stakir sem fagrir skrautmunir á heimilinu. Flestir eiga einfalda glæra glervasa í skápnum heima sem aðeins eru dregnir fram þegar blóm koma inn á heimilið og hverfa svo aftur inn í skáp. En úrvalið af blómavösum er mikið og fást þeir litríkir og skemmtilegir í laginu, úr keramiki, gúmmíi eða gleri. Fréttablaðið fór í stutta bæjarferð og tíndi saman vasa sem eru svo flottir að þeir eru aldrei settir inn í skáp og margir þeirra á mörkum þess að vera listaverk.
Litríkur handblásinn glervasi á 9.900 kr. í Duka.
Handgerður glervasi á 9.900 kr. í Duka
Brúnn og hvítur vasi á 1.980 kr. í Heima.
Hvítur vasi á 3.500 kr. í Heima.
Nettir og fallegir glervasar á 5.760 kr. í Mirale.
Litríkir og poppaðir á 2.900 í Mirale.
Glæsilegir og háir handblásnir glervasar á 27.000 kr. í Mirale.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×