Hálendisskálar vinsælir 7. apríl 2005 00:01 Langt er síðan byrjað var að bóka gistingu fyrir sumarið í skálum Ferðafélags Íslands og Útivistar og að sögn Helgu Garðarsdóttur hjá Ferðafélaginu eru þegar komnir langir biðlistar við suma skálana á hásumartímanum. Það eru skálarnir í Landmannalaugum og við svokallaðan Laugaveg sem eru eftirsóttastir og þar er orðið erfitt að koma fyrir hópum í júlí. Helga nefnir líka að skálinn í Norðurfirði á Ströndum njóti vaxandi vinsælda. En Ferðafélagið á 34 skála víðs vegar um land og Útivist á sex. Lóa í Útivist tekur undir orð Helgu um aðsókn að skálunum. "Hópar sem ætla að skipuleggja þriggja, fjögurra daga gönguferð eru orðnir ansi seinir að panta en það er ekkert útilokað að fá inni því auðvitað kemur það fyrir að fólk afpanti pláss sem búið var að taka frá. Það er samt skammur tími sem sumir skálarnir okkar eru opnir. Það gildir til dæmis um skálana í Sveinstindi, Skælingum, Strút og Álftavötnum. Þeir eru opnir frá því í júnílok fram í miðjan ágúst og eru umsetnir á þessum tíma. Skálarnir í Básum í Þórsmörk eru hinsvegar opnir frá því um mánaðamótin apríl/ maí og framundir miðjan október og þar erum við með 80-90 gistirými. Um helgar er þar þó yfirleitt þéttsetið. Hjá bæði Ferðafélagi Íslands og Útivist getur almenningur nýtt sér skálana, sturtur og eldunaraðstöðu þar þótt þeir séu ekki félagsbundnir. Fyrir utanfélagsmenn kostar gisting í skálum Ferðafélagsins frá 1100 upp í 1700 krónur nóttin og í skálum Útivistar kostar 1400 krónur nóttin fyrir utanfélagsmenn. Ferðalög Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Langt er síðan byrjað var að bóka gistingu fyrir sumarið í skálum Ferðafélags Íslands og Útivistar og að sögn Helgu Garðarsdóttur hjá Ferðafélaginu eru þegar komnir langir biðlistar við suma skálana á hásumartímanum. Það eru skálarnir í Landmannalaugum og við svokallaðan Laugaveg sem eru eftirsóttastir og þar er orðið erfitt að koma fyrir hópum í júlí. Helga nefnir líka að skálinn í Norðurfirði á Ströndum njóti vaxandi vinsælda. En Ferðafélagið á 34 skála víðs vegar um land og Útivist á sex. Lóa í Útivist tekur undir orð Helgu um aðsókn að skálunum. "Hópar sem ætla að skipuleggja þriggja, fjögurra daga gönguferð eru orðnir ansi seinir að panta en það er ekkert útilokað að fá inni því auðvitað kemur það fyrir að fólk afpanti pláss sem búið var að taka frá. Það er samt skammur tími sem sumir skálarnir okkar eru opnir. Það gildir til dæmis um skálana í Sveinstindi, Skælingum, Strút og Álftavötnum. Þeir eru opnir frá því í júnílok fram í miðjan ágúst og eru umsetnir á þessum tíma. Skálarnir í Básum í Þórsmörk eru hinsvegar opnir frá því um mánaðamótin apríl/ maí og framundir miðjan október og þar erum við með 80-90 gistirými. Um helgar er þar þó yfirleitt þéttsetið. Hjá bæði Ferðafélagi Íslands og Útivist getur almenningur nýtt sér skálana, sturtur og eldunaraðstöðu þar þótt þeir séu ekki félagsbundnir. Fyrir utanfélagsmenn kostar gisting í skálum Ferðafélagsins frá 1100 upp í 1700 krónur nóttin og í skálum Útivistar kostar 1400 krónur nóttin fyrir utanfélagsmenn.
Ferðalög Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira