Áberandi gleraugu eða ósýnileg 7. apríl 2005 00:01 "Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira