Sætir skór og glansandi glingur 7. apríl 2005 00:01 Í lok síðasta árs opnaði á Laugaveginum lítil verlsun sem heitir Friis Company. Mörgum var þessi verslun þó kunn, því Friis Company er dönsk keðja sem rekur verslanir víða í Evrópu og einnig í Asíu. Í versluninni fást eingöngu fylgihlutir og þar er því mikið úrval af fallegum skóm, töskum, beltum, klútum og skarti. Eigendurnir, þær Kamilla og Þórdís Harpa, eru fagurkerar sem halda upp á miðbæinn og fannst orðin vöntun á fallegum verslunum og verslunargluggum við Laugaveginn. Þær létu ekki sitt eftir liggja, fóru á stjá eftir skemmtilegri viðskiptahugmynd og fyrr en varði var verslunin orðin að veruleika. Viðtökurnar hafa verið framar vonum. Nýjar vörur koma reglulega í búðina og því er alltaf eitthvað nýtt og ferskt á boðstólnum. Nú er búðin stútfull af gulli og silfri, nælum og beltum og stórum, flottum handtöskum sem sóma sér til dæmis vel á handleggnum í lengri eða styttri ferðum innanlands sem utan í sumar.Gullskór kr. 7.990Mynd/HariTöskusett kr. 6.990, 2.990, 1.990Mynd/HariHvítir hælaskór kr. 7.990Mynd/HariGræn taska kr. 4.990Mynd/HariGrænt belti kr. 2.990Mynd/HariTrefill kr. 4.990 m.nælu Skór kr. 3.990Mynd/HariStór handtaska kr. 7.990Mynd/Hari Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í lok síðasta árs opnaði á Laugaveginum lítil verlsun sem heitir Friis Company. Mörgum var þessi verslun þó kunn, því Friis Company er dönsk keðja sem rekur verslanir víða í Evrópu og einnig í Asíu. Í versluninni fást eingöngu fylgihlutir og þar er því mikið úrval af fallegum skóm, töskum, beltum, klútum og skarti. Eigendurnir, þær Kamilla og Þórdís Harpa, eru fagurkerar sem halda upp á miðbæinn og fannst orðin vöntun á fallegum verslunum og verslunargluggum við Laugaveginn. Þær létu ekki sitt eftir liggja, fóru á stjá eftir skemmtilegri viðskiptahugmynd og fyrr en varði var verslunin orðin að veruleika. Viðtökurnar hafa verið framar vonum. Nýjar vörur koma reglulega í búðina og því er alltaf eitthvað nýtt og ferskt á boðstólnum. Nú er búðin stútfull af gulli og silfri, nælum og beltum og stórum, flottum handtöskum sem sóma sér til dæmis vel á handleggnum í lengri eða styttri ferðum innanlands sem utan í sumar.Gullskór kr. 7.990Mynd/HariTöskusett kr. 6.990, 2.990, 1.990Mynd/HariHvítir hælaskór kr. 7.990Mynd/HariGræn taska kr. 4.990Mynd/HariGrænt belti kr. 2.990Mynd/HariTrefill kr. 4.990 m.nælu Skór kr. 3.990Mynd/HariStór handtaska kr. 7.990Mynd/Hari
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira