Leitað eftir samstarfi um kaup 7. apríl 2005 00:01 Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira