Seldi hlutabréf í Og Vodafone 13. október 2005 19:01 Fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar losuðu sig við hlutabréf sín í Og Vodafone skömmu áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans. Hlutabréfin hefðu gert Björgólf Thor vanhæfan til að bjóða í Símann. Einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans á þriðjudag. Þar eru væntanlegum kjölfestufjárfestum sett ákveðin skilyrði fyrir að mega eignast hlut í Símanum. Á meðal þeirra er að kjölfestufjárfestir fari ekki með eignaraðild, hvorki beina né óbeina, í fyrirtækjum sem eiga í samkeppni við Símann hér á landi. Björgólfur Thor er einn þeirra fjárfesta sem hvað oftast er nefndur á nafn sem væntanlegur kaupandi Símans, enda kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að sex aðilar, þrír erlendir og þrír innlendir, hafi sett sig í samband við Björgólf. Fyrirtæki tengd Björgólfi, Landsbankinn og Burðarás, hafa hins vegar um langt skeið átt stóran hlut í Og Vodafone sem hefði gert Björgólf vanhæfan í kapphlaupinu um Símann. Um miðjan mars, eða þremur vikum áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag sölunnar, brá hins vegar svo við að Burðarás og Landsbankinn seldu hluti sína í Og Vodafone, og það sama daginn, eða þann 15. mars. Alls seldu þessi fyrirtæki 15 prósenta hlut í Og Vodafone og var söluverðið 2,6 milljarðar króna. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors og fyrirtækja í hans eigu, svarar því afdráttarlaust neitandi aðspurður hvort Björgólfur og hans menn hafi vitað af því að þetta skilyrði yrði sett. Hins vegar segir hann það ekkert launungarmál að þá þegar hafi það verið í umræðunni að þetta yrði eitt skilyrðanna. Hann segir hins vegar að menn hafi talið að nú væri rétti tíminn til að selja og hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá hagnaðist Björgólfur um á annan milljarð króna við söluna um leið og hann ruddi hindrun úr vegi sem hefði getað komið í veg fyrir að hann eignaðist væna sneið af Landssímanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar losuðu sig við hlutabréf sín í Og Vodafone skömmu áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans. Hlutabréfin hefðu gert Björgólf Thor vanhæfan til að bjóða í Símann. Einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans á þriðjudag. Þar eru væntanlegum kjölfestufjárfestum sett ákveðin skilyrði fyrir að mega eignast hlut í Símanum. Á meðal þeirra er að kjölfestufjárfestir fari ekki með eignaraðild, hvorki beina né óbeina, í fyrirtækjum sem eiga í samkeppni við Símann hér á landi. Björgólfur Thor er einn þeirra fjárfesta sem hvað oftast er nefndur á nafn sem væntanlegur kaupandi Símans, enda kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að sex aðilar, þrír erlendir og þrír innlendir, hafi sett sig í samband við Björgólf. Fyrirtæki tengd Björgólfi, Landsbankinn og Burðarás, hafa hins vegar um langt skeið átt stóran hlut í Og Vodafone sem hefði gert Björgólf vanhæfan í kapphlaupinu um Símann. Um miðjan mars, eða þremur vikum áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag sölunnar, brá hins vegar svo við að Burðarás og Landsbankinn seldu hluti sína í Og Vodafone, og það sama daginn, eða þann 15. mars. Alls seldu þessi fyrirtæki 15 prósenta hlut í Og Vodafone og var söluverðið 2,6 milljarðar króna. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors og fyrirtækja í hans eigu, svarar því afdráttarlaust neitandi aðspurður hvort Björgólfur og hans menn hafi vitað af því að þetta skilyrði yrði sett. Hins vegar segir hann það ekkert launungarmál að þá þegar hafi það verið í umræðunni að þetta yrði eitt skilyrðanna. Hann segir hins vegar að menn hafi talið að nú væri rétti tíminn til að selja og hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá hagnaðist Björgólfur um á annan milljarð króna við söluna um leið og hann ruddi hindrun úr vegi sem hefði getað komið í veg fyrir að hann eignaðist væna sneið af Landssímanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira