Fjórtán ára á Vog 11. apríl 2005 00:01 Forsvarsmenn Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, betur þekkt undir skammstöfuninni SÁÁ, greina öðru hvoru frá starfseminni og hafa yfirleitt daprar fréttir að færa, þó inni á milli glitti í ljósa punkta. Þannig var það líka í síðustu viku þegar Þórarinn Tyrfingsson sagði frá meðferðarstarfi samtakanna. Megininntakið í boðskap yfirlæknisins að þessu sinni var að dregið verður úr innlögnum í ár um 250-300, greiningar- og skyndiþjónusta sem veitt var á Vogi í fyrra og hitteðfyrra verður ekki veitt og SÁÁ greiða enn með viðhaldsmeðferðinni fyrir sprautufíkla sem nota morfín og heróín. Í þeirri meðferð eru nú um 40 sjúklingar. Þrátt fyrir fréttir frá lögregluyfirvöldum um upptæk fíkniefni, og þá sérstaklega frá embættinu á Keflavíkurflugvelli, virðist alltaf hallast á verri hliðina í vímuefnamálum hérlendis, samkvæmt tölulegu yfirliti SÁÁ. Aldrei hefur verið gert meira upptækt af sterkum efnum en á undanförnum misserum, en einhvers staðar hljóta þó að vera innflutningsglufur sem ekki hefur enn tekist að fylla í. Þarna er ennþá mikið verk að vinna til að koma í veg fyrir þetta smygl. En það eru aðrar leiðir sem ætti að vera auðveldra að loka, ef menn þá á annað borð vilja það. Allt að tíu af hundraði sjúklinga sem koma á Vog eru þar vegna lyfja sem ávísað hefur verið af læknum. Sjúklingum í þessum flokki hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Þeir fá ávísun á róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkjalyf. Það ætti að vera auðvelt að komast til botns í því hverjir fá þessi lyf og hverjir gefa út lyfseðlana. Stöðugt er verið að herða eftirlit með lyfjum og lyfseðlum, en samt virðist þetta vera vaxandi vandi í þjóðfélaginu samkvæmt upplýsingum SÁÁ. Það er svo annað mál hvort breyta ætti um stefnu varðandi sprautufíklana því þeir eru vandamál víðar en hér. Í Zürich í Sviss var ákveðið hverfi í nágrenni miðborgarinnar undirlagt af sprautufíklum sem voru öllum til ama. Þar var farin sú leið að flytja þá í burtu og láta þá hafa sinn skammt undir eftirliti. Þetta breytti ásýnd borgarinnar og með einhverjum ráðum tókst að koma hluta fíklanna á rétta braut. Forsvarsmenn SÁÁ kalla á raunhæf viðbrögð læknasamtakanna og embættismanna í baráttunni við sprautufíkla og kannski væri hægt að fara svissnesku leiðina, jafnframt því sem lögum yrði komið yfir þá sem gerst hafa brotlegir í þessum efnum. Ljósi punkturinn í boðskap Þórarins Tyrfingssonar í síðustu viku var að þeim fækkar sem eru innan við 24 ára og lagðir eru inn á Vog. Það er í fyrsta sinn frá því samtökin voru stofnuð sem innlögnum í þessum aldursflokki fækkar. Þrátt fyrir það voru 237 manns sem þangað komu 19 ára eða yngri, og þar af var einn fjórtán ára unglingur - kannski rétt fermdur, og þrettán fimmtán ára unglingar komu á Vog. Árið 2002 komu tæplega 300 ungmenni í meðferð á Vogi, og hafa aldrei fleiri í þeim aldursflokkum komið þangað. Fræðslu- og meðferðarstarf er þarna að skila árangri, en betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Forsvarsmenn Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, betur þekkt undir skammstöfuninni SÁÁ, greina öðru hvoru frá starfseminni og hafa yfirleitt daprar fréttir að færa, þó inni á milli glitti í ljósa punkta. Þannig var það líka í síðustu viku þegar Þórarinn Tyrfingsson sagði frá meðferðarstarfi samtakanna. Megininntakið í boðskap yfirlæknisins að þessu sinni var að dregið verður úr innlögnum í ár um 250-300, greiningar- og skyndiþjónusta sem veitt var á Vogi í fyrra og hitteðfyrra verður ekki veitt og SÁÁ greiða enn með viðhaldsmeðferðinni fyrir sprautufíkla sem nota morfín og heróín. Í þeirri meðferð eru nú um 40 sjúklingar. Þrátt fyrir fréttir frá lögregluyfirvöldum um upptæk fíkniefni, og þá sérstaklega frá embættinu á Keflavíkurflugvelli, virðist alltaf hallast á verri hliðina í vímuefnamálum hérlendis, samkvæmt tölulegu yfirliti SÁÁ. Aldrei hefur verið gert meira upptækt af sterkum efnum en á undanförnum misserum, en einhvers staðar hljóta þó að vera innflutningsglufur sem ekki hefur enn tekist að fylla í. Þarna er ennþá mikið verk að vinna til að koma í veg fyrir þetta smygl. En það eru aðrar leiðir sem ætti að vera auðveldra að loka, ef menn þá á annað borð vilja það. Allt að tíu af hundraði sjúklinga sem koma á Vog eru þar vegna lyfja sem ávísað hefur verið af læknum. Sjúklingum í þessum flokki hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Þeir fá ávísun á róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkjalyf. Það ætti að vera auðvelt að komast til botns í því hverjir fá þessi lyf og hverjir gefa út lyfseðlana. Stöðugt er verið að herða eftirlit með lyfjum og lyfseðlum, en samt virðist þetta vera vaxandi vandi í þjóðfélaginu samkvæmt upplýsingum SÁÁ. Það er svo annað mál hvort breyta ætti um stefnu varðandi sprautufíklana því þeir eru vandamál víðar en hér. Í Zürich í Sviss var ákveðið hverfi í nágrenni miðborgarinnar undirlagt af sprautufíklum sem voru öllum til ama. Þar var farin sú leið að flytja þá í burtu og láta þá hafa sinn skammt undir eftirliti. Þetta breytti ásýnd borgarinnar og með einhverjum ráðum tókst að koma hluta fíklanna á rétta braut. Forsvarsmenn SÁÁ kalla á raunhæf viðbrögð læknasamtakanna og embættismanna í baráttunni við sprautufíkla og kannski væri hægt að fara svissnesku leiðina, jafnframt því sem lögum yrði komið yfir þá sem gerst hafa brotlegir í þessum efnum. Ljósi punkturinn í boðskap Þórarins Tyrfingssonar í síðustu viku var að þeim fækkar sem eru innan við 24 ára og lagðir eru inn á Vog. Það er í fyrsta sinn frá því samtökin voru stofnuð sem innlögnum í þessum aldursflokki fækkar. Þrátt fyrir það voru 237 manns sem þangað komu 19 ára eða yngri, og þar af var einn fjórtán ára unglingur - kannski rétt fermdur, og þrettán fimmtán ára unglingar komu á Vog. Árið 2002 komu tæplega 300 ungmenni í meðferð á Vogi, og hafa aldrei fleiri í þeim aldursflokkum komið þangað. Fræðslu- og meðferðarstarf er þarna að skila árangri, en betur má ef duga skal.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun