Ómetanleg bók Egill Helgason skrifar 11. apríl 2005 00:01 Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið