Vilja ekki spá verðhjöðnun strax 12. apríl 2005 00:01 Gríðarmikil olíuþörf sem valdið hefur mikilli verðhækkun undanfarið virðist nú í rénun. Sérfræðingar vilja þó ekki spá verðhjöðnun strax og er jafnvel búist við að verð hækki fram á sumar vegna ferðalaga fólks yfir sumartímann. Sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segja allt benda til þess að olíuþörfin sé nú að jafnast út eftir að hafa aukist gríðarlega undanfarin tvö ár. Eldsneytisþörf í Bandaríkjunum og Asíu, einkum Kína, var ástæða aukningarinnar en teikn eru nú á lofti um að sú þörf hafi náð hámarki og segja sérfræðingarnir allt eins líklegt að rénun sé fram undan. Auk þess hafi olíubirgðir aukist. Þrátt fyrir þetta segja sérfræðingarnir of snemmt að spá verðhjöðnun á olíumörkuðum en aðeins eru liðnir nokkrir dagar frá því að verðið á olíufatinu náði sögulegu hámarki á heimsmarkaði. Í fimm daga lækkaði verðið en hækkaði á ný í gær. Það var í morgun um 54 dollarar á fatið en hjöðnunin var rakin til þess að talið er að samstaða OPEC-ríkjanna um takmarkaða framleiðsluaukningu sé brostin og að ríkin framleiði mun meiri olíu en ákveðið var. Einnig stendur fyrir dyrum að ákveða hvort að opinbert framleiðsluviðmið OPEC-ríkjanna verði hækkað um hálfa milljón tunna á dag. Sérfræðingar á mörkuðum telja enn líklegast að eldsneytisverð hækki fram á sumar á meðan ferðatíminn stendur sem hæst. Fyrst að honum loknum megi leiða líkum að því að verðlækkana sé von. Erlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gríðarmikil olíuþörf sem valdið hefur mikilli verðhækkun undanfarið virðist nú í rénun. Sérfræðingar vilja þó ekki spá verðhjöðnun strax og er jafnvel búist við að verð hækki fram á sumar vegna ferðalaga fólks yfir sumartímann. Sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segja allt benda til þess að olíuþörfin sé nú að jafnast út eftir að hafa aukist gríðarlega undanfarin tvö ár. Eldsneytisþörf í Bandaríkjunum og Asíu, einkum Kína, var ástæða aukningarinnar en teikn eru nú á lofti um að sú þörf hafi náð hámarki og segja sérfræðingarnir allt eins líklegt að rénun sé fram undan. Auk þess hafi olíubirgðir aukist. Þrátt fyrir þetta segja sérfræðingarnir of snemmt að spá verðhjöðnun á olíumörkuðum en aðeins eru liðnir nokkrir dagar frá því að verðið á olíufatinu náði sögulegu hámarki á heimsmarkaði. Í fimm daga lækkaði verðið en hækkaði á ný í gær. Það var í morgun um 54 dollarar á fatið en hjöðnunin var rakin til þess að talið er að samstaða OPEC-ríkjanna um takmarkaða framleiðsluaukningu sé brostin og að ríkin framleiði mun meiri olíu en ákveðið var. Einnig stendur fyrir dyrum að ákveða hvort að opinbert framleiðsluviðmið OPEC-ríkjanna verði hækkað um hálfa milljón tunna á dag. Sérfræðingar á mörkuðum telja enn líklegast að eldsneytisverð hækki fram á sumar á meðan ferðatíminn stendur sem hæst. Fyrst að honum loknum megi leiða líkum að því að verðlækkana sé von.
Erlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira