Gríðarlegur áhugi á bréfum Símans 12. apríl 2005 00:01 Gríðarlegur áhugi virðist vera meðal almennings að kaupa Landssímann, ef marka má fyrstu viðbrögð, en loforð upp á hundruð milljóna hafa borist. Forsætisráðherra lýsir ánægju með áhuga almennings. Frá því að við hugmyndinni var fyrst hreyft opinberlega í grein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í gær hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Orri Vigfússon athafnamaður tók strax við sér og hóf undirbúning. Hann sagði í samtali við Stöð 2 í dag að sér hefðu borist fleiri hundruð tölvupóstar í dag þar sem hlutafé væri lofað og verið væri að vinna úr þeim. Hann hefur verið á stöðugum fundum og hefur rætt við sérfræðinga um hvernig koma eigi skipulagi á hlutina. Hann sagði marga sérfræðinga þegar búna að vinna í þessum málum þannig að ekki ætti að taka langan tíma að ganga frá þeim hlutum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði um hugmyndina á Alþingi í dag að hann vonaði að hún yrði að veruleika og að það myndu áreiðanlega koma mörg tilboð í Símann. Það ferli myndi allt verða opið. En það eru fleiri en Orri Vigfússon sem eru að safna hlutafjárloforðum. Opnuð hefur verið heimasíða með slóðinni www.xbokhald.is/landssiminn/. Eftir því sem Stöð 2 kemst næst var síðan opnuð síðdegis í dag og viðbrögðin mikil. Þar höfðu á sjöunda tímanum á þriðja hundrað manns skráð sig fyrir hlutafé fyrir á þriðja hundrað milljóna króna. Ekki tókst að ná símasambandi við aðstandendur síðunnar þar sem þau fyrirtæki sem skráð eru aðstandendur síðunnar fundust ekki í símaskránni. Innlent Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira
Gríðarlegur áhugi virðist vera meðal almennings að kaupa Landssímann, ef marka má fyrstu viðbrögð, en loforð upp á hundruð milljóna hafa borist. Forsætisráðherra lýsir ánægju með áhuga almennings. Frá því að við hugmyndinni var fyrst hreyft opinberlega í grein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í gær hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Orri Vigfússon athafnamaður tók strax við sér og hóf undirbúning. Hann sagði í samtali við Stöð 2 í dag að sér hefðu borist fleiri hundruð tölvupóstar í dag þar sem hlutafé væri lofað og verið væri að vinna úr þeim. Hann hefur verið á stöðugum fundum og hefur rætt við sérfræðinga um hvernig koma eigi skipulagi á hlutina. Hann sagði marga sérfræðinga þegar búna að vinna í þessum málum þannig að ekki ætti að taka langan tíma að ganga frá þeim hlutum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði um hugmyndina á Alþingi í dag að hann vonaði að hún yrði að veruleika og að það myndu áreiðanlega koma mörg tilboð í Símann. Það ferli myndi allt verða opið. En það eru fleiri en Orri Vigfússon sem eru að safna hlutafjárloforðum. Opnuð hefur verið heimasíða með slóðinni www.xbokhald.is/landssiminn/. Eftir því sem Stöð 2 kemst næst var síðan opnuð síðdegis í dag og viðbrögðin mikil. Þar höfðu á sjöunda tímanum á þriðja hundrað manns skráð sig fyrir hlutafé fyrir á þriðja hundrað milljóna króna. Ekki tókst að ná símasambandi við aðstandendur síðunnar þar sem þau fyrirtæki sem skráð eru aðstandendur síðunnar fundust ekki í símaskránni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira