Hrákadallar tímabærir aftur? 19. apríl 2005 00:01 Fyrir margt löngu þótti sjálfsagt að hrækja og skyrpa í allar áttir, jafnvel á gólfið þegar svo bar undir. Á þeim tíma voru reyndar oftar en ekki moldargólf í baðstofunum á Íslandi og samkvæmt heimildum voru það einkum karlmenn sem stunduðu þessa iðju. Líklega hefur þótt karlmannlegt að hrækja stórt og hrækja langt. Á þessum tíma sáu líka margir erlendir ferðamenn ástæðu til að geta þess sérstaklega í bókum sínum um Íslandsferðina að híbýli Íslendinga og reyndar einnig þeir sjálfir væru illa lyktandi og sóðaskapur áberandi. Við viljum síður láta bera af okkur þá sögu í dag. Síðan uppgötvuðu menn smitsjúkdóma og áttuðu sig á ferli þeirra. Berklarnir, sem felldu marga Íslendinga, ekki síst ungt fólk, áttu sinn þátt í að gengið var í að venja þjóðina af þessum ósið og fyrsta skrefið var að innleiða hrákadalla, þannig að hrákinn lenti a.m.k. á vísan stað en ekki fyrir hunda og manna fótum og bærist þaðan í föt manna og andlit og jafnvel í matvæli. Svo hættu menn bara að hrækja, svona flestir enda vildi þjóðin láta líta á sig sem siðmenntaða og þrifna. Skyrpingar þóttu ógeðfelldur ósiður. Af einhverjum dularfullum ástæðum virðist sem hrákinn hafi náð sér á strik á nýjan leik. Piltar og stúlkur og jafnvel fullorðið fólk sér ekkert athugavert við að ganga hrækjandi um gangstéttir landsins og skilja slummuna eftir fyrir hunda og manna fótum og það er ekkert minni hætta á því í dag en í gamla daga að sýklar úr hrákanum berist í föt og þaðan í andlit manna og jafnvel í matvæli. Trúlega er þó ekki til siðs í dag að hrækja mikið innandyra en þeim mun meira utandyra. Við leggjum gjarnan að ungu fólki að taka sér íþróttamenn til fyrirmyndar. Þeir stundi reglubundið líferni, leggi rækt við líkama sinn og anda, búi yfir sjálfsaga og haldi sig frá allri óhollustu. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þessar fyrirmyndir hlaupa einmitt hrækjandi um íþróttavellina og það með þeim afleiðingum að gervigrasvellir eru nú orðnir gróðrarstíur allskyns sjúkdóma. Nauðsynlegt reyndist að banna skyrpingar innan vallar á gervigrasvöllum. Eftir eru þó gangstéttirnar og hvers eigum við að gjalda sem grandalaus stígum í annarra manna hráka um allar gangstéttir? Er ekki kominn tími til að skera á nýjan leik upp herör gegn þessum ósóma. Eða eigum við kannski bara best heima í moldarkofum? Mikil vinna hefur verið lögð í að venja þjóðina af því að fleygja frá sér rusli á víðavangi, sjómenn fleygja ekki lengur hverju sem er í sjóinn (vonandi), reykingafólk skilur almennt stubbana ekki lengur eftir í móanum. En það þykir sjálfsagt að hrækja út um allar koppagrundir og eftir liggur ekki bara hrákinn, uppfullur af allskyns bakteríum, heldur víða tyggigúmmí, sem er undir sömu sökina selt. Þegar við höfum haft tyggigúmmí uppi í munni okkar einhverja stund og kjamsað á því fram og til baka er það orðið jafnfullt af bakteríunum úr okkur og hrákinn, eða því sem næst. Gangstéttir víða um land bera sóðaskapnum vitni. Hvítar klessur sem grandalausir vegfarendur hafa stigið ofan í. Tyggigúmmí er fínt, tannlæknar mæla með því til tannhreinsunar og þótt það komi reyndar hvergi nærri í stað tannburstunar þá getur það verið góð viðbót. Og tyggingin er örugglega ágætis þjálfun fyrir einhverja vöðva í andlitinu. Flestir fá sér sjálfsagt tyggjó áður en þeir fara til tannlæknis, svona sem síðustu hreinsun, og einhverjir, of margir, hrækja því svo út úr sér á gangstéttina fyrir utan tannlæknastofuna. Það er kannski rétt að benda fólki á að á öllum tannlæknastofum landsins eru ruslafötur og þar er tyggjóið betur komið. Á undanförnum árum hafa verið settar á fót herferðir gegn ýmiskonar sóðaskap og oft með ágætum árangri, reyndar of oft bara tímabundið og því virðist aldrei mega sofna á verðinum. Af undarlegum ástæðum virðist það til dæmis hafa færst í aukana á nýjan leik að fólk fleygi rusli út um bílglugga. Umræðan um umhverfismál og bætta umgengni um náttúruna hefur farið vaxandi á undanförnum árum og æ fleiri vakna til meðvitundar um að við getum ekki leyft okkur umhverfissóðaskap af ýmsu tagi. Betur má þó ef duga skal. Er ekki kominn tími til að fara af stað með nýja herferð. Herferð gegn hrækingum, hvort sem er á munnvatni eða tyggigúmmíi? Hættum að hrækja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Fyrir margt löngu þótti sjálfsagt að hrækja og skyrpa í allar áttir, jafnvel á gólfið þegar svo bar undir. Á þeim tíma voru reyndar oftar en ekki moldargólf í baðstofunum á Íslandi og samkvæmt heimildum voru það einkum karlmenn sem stunduðu þessa iðju. Líklega hefur þótt karlmannlegt að hrækja stórt og hrækja langt. Á þessum tíma sáu líka margir erlendir ferðamenn ástæðu til að geta þess sérstaklega í bókum sínum um Íslandsferðina að híbýli Íslendinga og reyndar einnig þeir sjálfir væru illa lyktandi og sóðaskapur áberandi. Við viljum síður láta bera af okkur þá sögu í dag. Síðan uppgötvuðu menn smitsjúkdóma og áttuðu sig á ferli þeirra. Berklarnir, sem felldu marga Íslendinga, ekki síst ungt fólk, áttu sinn þátt í að gengið var í að venja þjóðina af þessum ósið og fyrsta skrefið var að innleiða hrákadalla, þannig að hrákinn lenti a.m.k. á vísan stað en ekki fyrir hunda og manna fótum og bærist þaðan í föt manna og andlit og jafnvel í matvæli. Svo hættu menn bara að hrækja, svona flestir enda vildi þjóðin láta líta á sig sem siðmenntaða og þrifna. Skyrpingar þóttu ógeðfelldur ósiður. Af einhverjum dularfullum ástæðum virðist sem hrákinn hafi náð sér á strik á nýjan leik. Piltar og stúlkur og jafnvel fullorðið fólk sér ekkert athugavert við að ganga hrækjandi um gangstéttir landsins og skilja slummuna eftir fyrir hunda og manna fótum og það er ekkert minni hætta á því í dag en í gamla daga að sýklar úr hrákanum berist í föt og þaðan í andlit manna og jafnvel í matvæli. Trúlega er þó ekki til siðs í dag að hrækja mikið innandyra en þeim mun meira utandyra. Við leggjum gjarnan að ungu fólki að taka sér íþróttamenn til fyrirmyndar. Þeir stundi reglubundið líferni, leggi rækt við líkama sinn og anda, búi yfir sjálfsaga og haldi sig frá allri óhollustu. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þessar fyrirmyndir hlaupa einmitt hrækjandi um íþróttavellina og það með þeim afleiðingum að gervigrasvellir eru nú orðnir gróðrarstíur allskyns sjúkdóma. Nauðsynlegt reyndist að banna skyrpingar innan vallar á gervigrasvöllum. Eftir eru þó gangstéttirnar og hvers eigum við að gjalda sem grandalaus stígum í annarra manna hráka um allar gangstéttir? Er ekki kominn tími til að skera á nýjan leik upp herör gegn þessum ósóma. Eða eigum við kannski bara best heima í moldarkofum? Mikil vinna hefur verið lögð í að venja þjóðina af því að fleygja frá sér rusli á víðavangi, sjómenn fleygja ekki lengur hverju sem er í sjóinn (vonandi), reykingafólk skilur almennt stubbana ekki lengur eftir í móanum. En það þykir sjálfsagt að hrækja út um allar koppagrundir og eftir liggur ekki bara hrákinn, uppfullur af allskyns bakteríum, heldur víða tyggigúmmí, sem er undir sömu sökina selt. Þegar við höfum haft tyggigúmmí uppi í munni okkar einhverja stund og kjamsað á því fram og til baka er það orðið jafnfullt af bakteríunum úr okkur og hrákinn, eða því sem næst. Gangstéttir víða um land bera sóðaskapnum vitni. Hvítar klessur sem grandalausir vegfarendur hafa stigið ofan í. Tyggigúmmí er fínt, tannlæknar mæla með því til tannhreinsunar og þótt það komi reyndar hvergi nærri í stað tannburstunar þá getur það verið góð viðbót. Og tyggingin er örugglega ágætis þjálfun fyrir einhverja vöðva í andlitinu. Flestir fá sér sjálfsagt tyggjó áður en þeir fara til tannlæknis, svona sem síðustu hreinsun, og einhverjir, of margir, hrækja því svo út úr sér á gangstéttina fyrir utan tannlæknastofuna. Það er kannski rétt að benda fólki á að á öllum tannlæknastofum landsins eru ruslafötur og þar er tyggjóið betur komið. Á undanförnum árum hafa verið settar á fót herferðir gegn ýmiskonar sóðaskap og oft með ágætum árangri, reyndar of oft bara tímabundið og því virðist aldrei mega sofna á verðinum. Af undarlegum ástæðum virðist það til dæmis hafa færst í aukana á nýjan leik að fólk fleygi rusli út um bílglugga. Umræðan um umhverfismál og bætta umgengni um náttúruna hefur farið vaxandi á undanförnum árum og æ fleiri vakna til meðvitundar um að við getum ekki leyft okkur umhverfissóðaskap af ýmsu tagi. Betur má þó ef duga skal. Er ekki kominn tími til að fara af stað með nýja herferð. Herferð gegn hrækingum, hvort sem er á munnvatni eða tyggigúmmíi? Hættum að hrækja!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun