Háskólasamfélag við hlíðarfót 21. apríl 2005 00:01 Í kjölfar þeirrar ákvörðunar Háskólans í Reykjavík að byggja upp framtíðarhúsnæði fyrir skólann við Hlíðarfót á skipulagssvæði Vatnsmýrarinnar er ljóst að borgaryfirvöld og samgönguyfirvöld verða að bregðast hratt við til að leysa samgöngumál svæðisins. Það helst reyndar í hendur við fyrirhugaða samgöngumiðstöð sem á að rísa í námunda við Loftleiðahótelið. Ekki þarf aðeins að gera greiðar samgönguleiðir úr norðri að svæðinu, heldur líka að huga að samgöngum úr Kópavogi undir Fossvog, eða þá að gera jarðgöng í gegnum syðsta hluta Öskjuhlíðar. Á teikniborði skipulagsyfirvalda hefur í mörg ár verið vegur um Hlíðarfót, en honum var eiginlega slegið á frest þegar ljóst varð að Fossvogsbraut myndi fylgja í kjölfarið. Fallið var frá henni eftir mikil mótmæli, sérstaklega Kópavogsbúa, sem vildu vernda Fossvogsdalinn fyrir umferðarmannvirkjum. Það virtist ljóst strax í upphafi umræðunnar um nýjan stað fyrir Háskólann í Reykjavík að það væri heppilegra að setja hann niður við Hlíðarfót en á Urriðavatnssvæðinu í Garðabæ. Ekki aðeins að skólinn þyrfti að breyta um nafn, því það gengur ekki að Háskólinn í Reykjavík sé í Garðabæ, heldur líka af margsvíslegum öðrum ástæðum sem réttilega hafa verið tilgreindar sem rök fyrir því að hafa skólann uppi af Nauthólsvík. Þarna á að hefja framkvæmdir við háskólakamp þegar á næsta ári, og nýtt húsnæði á að vera tilbúið árið 2008. Því þarf að hafa hraðar hendur í þessu máli, en grundvallaratriði er að hefja þegar vinnu við skipulag samgangna til og frá svæðinu. Við uppbyggingu þess þarf að huga vel að náttúrueinkennum Öskjuhlíðar og Fossvogs, því með á fjórða þúsund nemendur og starfsfólk við skólann má búast við mikilli umferð. Öskjuhlíðin og Fossvogsströndin eru miklar náttúruperlur sem verða sífellt verðmætari eftir því sem þrengir að grænum svæðum í og við Vatnsmýrina. Þegar hefur verið gert stórt og mikið átak varðandi Nauthólsvík. Þar er búið að leggja mikla vinnu og fjármuni af mörkum til að gera svæðið aðgengilegt og aðlaðandi. Innar í Fossvoginum ætti að gera sem minnst, nema að bæta þar göngustígakerfi. Á háskólakömpum þarf að vera margt fleira en kennslustofur og skrifstofur kennara. Ungt fólk sem þar stundar nám þarf að geta leitað sér þar lífsfyllingar utan skólaveggjanna. Það verður örstutt í Miðbæinn frá Hlíðarfæti og væntanlega er gert ráð fyrir góðum göngu- og hjólreiðaleiðum frá Öskjulíð og í Kvosina við færslu Hringbrautarinnar, sem óðum er að taka á sig mynd. En það er hægt að leita sér lífsfyllingar víðar en á kaffi- og kvikmyndahúsum, og þess vegna er nálægðin við Öskjuhlíðina og Fossvog mikilvæg við uppbyggingu háskólasvæðisins við Hlíðarfót. Háskólinn í Reykjavík ætlar að hasla sér völl við rætur Öskjuhlíðar, þar sem skólinn fær væntanlega nægt land til að byggja uppp öfluga menntastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Í kjölfar þeirrar ákvörðunar Háskólans í Reykjavík að byggja upp framtíðarhúsnæði fyrir skólann við Hlíðarfót á skipulagssvæði Vatnsmýrarinnar er ljóst að borgaryfirvöld og samgönguyfirvöld verða að bregðast hratt við til að leysa samgöngumál svæðisins. Það helst reyndar í hendur við fyrirhugaða samgöngumiðstöð sem á að rísa í námunda við Loftleiðahótelið. Ekki þarf aðeins að gera greiðar samgönguleiðir úr norðri að svæðinu, heldur líka að huga að samgöngum úr Kópavogi undir Fossvog, eða þá að gera jarðgöng í gegnum syðsta hluta Öskjuhlíðar. Á teikniborði skipulagsyfirvalda hefur í mörg ár verið vegur um Hlíðarfót, en honum var eiginlega slegið á frest þegar ljóst varð að Fossvogsbraut myndi fylgja í kjölfarið. Fallið var frá henni eftir mikil mótmæli, sérstaklega Kópavogsbúa, sem vildu vernda Fossvogsdalinn fyrir umferðarmannvirkjum. Það virtist ljóst strax í upphafi umræðunnar um nýjan stað fyrir Háskólann í Reykjavík að það væri heppilegra að setja hann niður við Hlíðarfót en á Urriðavatnssvæðinu í Garðabæ. Ekki aðeins að skólinn þyrfti að breyta um nafn, því það gengur ekki að Háskólinn í Reykjavík sé í Garðabæ, heldur líka af margsvíslegum öðrum ástæðum sem réttilega hafa verið tilgreindar sem rök fyrir því að hafa skólann uppi af Nauthólsvík. Þarna á að hefja framkvæmdir við háskólakamp þegar á næsta ári, og nýtt húsnæði á að vera tilbúið árið 2008. Því þarf að hafa hraðar hendur í þessu máli, en grundvallaratriði er að hefja þegar vinnu við skipulag samgangna til og frá svæðinu. Við uppbyggingu þess þarf að huga vel að náttúrueinkennum Öskjuhlíðar og Fossvogs, því með á fjórða þúsund nemendur og starfsfólk við skólann má búast við mikilli umferð. Öskjuhlíðin og Fossvogsströndin eru miklar náttúruperlur sem verða sífellt verðmætari eftir því sem þrengir að grænum svæðum í og við Vatnsmýrina. Þegar hefur verið gert stórt og mikið átak varðandi Nauthólsvík. Þar er búið að leggja mikla vinnu og fjármuni af mörkum til að gera svæðið aðgengilegt og aðlaðandi. Innar í Fossvoginum ætti að gera sem minnst, nema að bæta þar göngustígakerfi. Á háskólakömpum þarf að vera margt fleira en kennslustofur og skrifstofur kennara. Ungt fólk sem þar stundar nám þarf að geta leitað sér þar lífsfyllingar utan skólaveggjanna. Það verður örstutt í Miðbæinn frá Hlíðarfæti og væntanlega er gert ráð fyrir góðum göngu- og hjólreiðaleiðum frá Öskjulíð og í Kvosina við færslu Hringbrautarinnar, sem óðum er að taka á sig mynd. En það er hægt að leita sér lífsfyllingar víðar en á kaffi- og kvikmyndahúsum, og þess vegna er nálægðin við Öskjuhlíðina og Fossvog mikilvæg við uppbyggingu háskólasvæðisins við Hlíðarfót. Háskólinn í Reykjavík ætlar að hasla sér völl við rætur Öskjuhlíðar, þar sem skólinn fær væntanlega nægt land til að byggja uppp öfluga menntastofnun.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun