Skattaumhverfi gæti orðið betra 26. apríl 2005 00:01 Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira