Kári aldrei bjartsýnni 4. maí 2005 00:01 Tap Íslenskrar erfðagreiningar á fyrsta ársfjórðungi nam tæpum milljarði króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið þó aldrei hafa gengið betur og sjálfur hafi hann aldrei verið bjartsýnni. Þetta er heldur verri afkoma en búist var við en tap félagsins á sama tímabili í fyrra nam um 760 milljónum íslenskra króna. Félagið tapaði því um 250 milljónum meira í ár en á sama tíma í fyrra. Þá voru tekjur félagsins einnig undir væntingum en þær námu um 9,5 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur um 600 milljónum króna, sem er 30 milljónum króna minna en í fyrra. Kári segir þó að ekki sé hægt að tala um tap heldur fjárfestingu. Það sé svipað því að segja að Kárahnjúkavirkjun sé að tapa tugmilljónum á mánuði. ÍE sé nefnilega að búa til vöru líkt og Kárahnjúkavirkjun stefni að því að framleiða rafmagn. Kári segir ástæður aukins tapreksturs aukin fjárframlög til rannsókna og þróunarvinnu vegna lyfjaþróunar fyrirtækisins. Hann segir þróunina hafa gengið vel og betur en gengur og gerist í iðnaðinum almennt. Þá segir hann að Íslensk erfðagreining hafi nægilegt fé til að fara með öll þau lyf á markað sem unnið er að og að staða fyrirtækisins hafi aldrei verið sterkari. Jafnmikið sé í kassanum nú og í lok síðasta árs, eða u.þ.b. 200 milljónir dollara. Spurður hvenær megi gera ráð fyrir að fyrirtækið fari að skila hagnaði segir Kára það verða þegar fyrsta lyfið fari á markað, eða í kringum 2009. Og Kári er bjartsýnn. Hann segir fyrirtækið aldrei hafa staðið betur og þ.a.l. að ef hann ætti að finna einhverja ástæðu til að vera þunglyndur þá myndi hann leita hennar utan fyrirtækisins en ekki utan. Innlent Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Tap Íslenskrar erfðagreiningar á fyrsta ársfjórðungi nam tæpum milljarði króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið þó aldrei hafa gengið betur og sjálfur hafi hann aldrei verið bjartsýnni. Þetta er heldur verri afkoma en búist var við en tap félagsins á sama tímabili í fyrra nam um 760 milljónum íslenskra króna. Félagið tapaði því um 250 milljónum meira í ár en á sama tíma í fyrra. Þá voru tekjur félagsins einnig undir væntingum en þær námu um 9,5 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur um 600 milljónum króna, sem er 30 milljónum króna minna en í fyrra. Kári segir þó að ekki sé hægt að tala um tap heldur fjárfestingu. Það sé svipað því að segja að Kárahnjúkavirkjun sé að tapa tugmilljónum á mánuði. ÍE sé nefnilega að búa til vöru líkt og Kárahnjúkavirkjun stefni að því að framleiða rafmagn. Kári segir ástæður aukins tapreksturs aukin fjárframlög til rannsókna og þróunarvinnu vegna lyfjaþróunar fyrirtækisins. Hann segir þróunina hafa gengið vel og betur en gengur og gerist í iðnaðinum almennt. Þá segir hann að Íslensk erfðagreining hafi nægilegt fé til að fara með öll þau lyf á markað sem unnið er að og að staða fyrirtækisins hafi aldrei verið sterkari. Jafnmikið sé í kassanum nú og í lok síðasta árs, eða u.þ.b. 200 milljónir dollara. Spurður hvenær megi gera ráð fyrir að fyrirtækið fari að skila hagnaði segir Kára það verða þegar fyrsta lyfið fari á markað, eða í kringum 2009. Og Kári er bjartsýnn. Hann segir fyrirtækið aldrei hafa staðið betur og þ.a.l. að ef hann ætti að finna einhverja ástæðu til að vera þunglyndur þá myndi hann leita hennar utan fyrirtækisins en ekki utan.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira