Fallegt og ljótt í Reykjavík 10. maí 2005 00:01 Á spjallvefnum Málefnin.com hefur sprottið upp umræða í framhaldi af grein sem ég skrifaði í DV um síðustu helgi og bar yfirskriftina: "Hví er Reykjavík svona ljót?" Sumt af þessu eru útúrsnúningar og rugl eins og allt of mikið er af á þessum vef, en annað er nokkuð gott. Ég vek sérstaklega athygli á þessu tilskrifi frá einhverjum penna sem kallar sig því göfuga nafni Spinoza: --- --- --- "Egill spyr í grein sinni hvers vegna Reykjavík sé svona ljót, og beinir spurningunni að borgarstjórn. Í raun er um þrjár náskyldar spurningar að ræða: 1) Hvernig vildi það til að Reykjavík varð svo ljótur bær sem raun ber vitni? 2) Hvað er það sem gerir Reykjavík svona ljóta? 3) Af hverju eru fagurfræðileg sjónarmið nánast alveg útilokuð úr borgarskipulaginu? Það er þriðja spurningin sem Egill hlýtur að vera að beina til borgarstjórnar, þótt það sé eflaust holt öllum sem koma að borgarskipulagi að velta hinum tveim vandlega fyrir sér. Svarið við fyrstu spurningunni hlýtur að vera margþætt. Ein ástæðan er að Reykjavík byggðist að langmestu leyti á 20. öld. Ljótleikinn er söguleg óheppni. Það eru engar fallegar byggingar frá 17. eða 18. öld, hvað þá fyrr, og varla nokkur frá 19. öld (enginn þeirra þess verð að benda ferðamönnum á neitt sérstaklega). Allt skipulag miðast við bíla. Auk þess hafa efnahagsleg og pólitísk öfl knúið áfram úthverfaskipulagið illræmda með endalausum bílastæðum og túnblettum í kringum hverja einustu byggingu. Hver græðir á úthverfaskipulaginu? Hver myndi tapa á því að t.d. í Vatnsmýrinni yrði byggt mjög þétt (a.m.k. 300-400 íbúar á hektara), með blöndu af íbúðum, skrifstofuhúsnæði (t.d. stjórnsýsla og fjármálastarfsemi), verslunum, veitinga- og kaffihúsum, jafnvel rannsókna- og kennslustofnunum - með öll bílastæði neðanjarðar? Ég held að slíkt hverfi yrði mjög eftirsótt, sérstaklega hjá yngra fólki og þeim efnaðri. Þetta svæði myndi spara okkur úthverfi sem væri u.þ.b. 20 sinnum stærra að flatarmáli. Samt væru áfram næg úthverfi fyrir þá sem vilja búa þannig. Ég myndi svara annarri spurningunni þannig að það sé lágreist dreifbýlið, vanhugsuð umferðarmannvirki (t.d. Hringbrautin nýja) og ljótur byggingarstíll sem séu helstu lýtin á Reykjavík. Svör við þriðju spurningunni óskast." --- --- --- Ég keyrði í gegnum bæinn í dag, á leiðinni í sveitaferð með leikskólanum hans Kára. Velti því fyrir mér á meðan hvað væri fallegt í Reykjavík - og hvað væri ljótt? Hérna eru nokkur svör, þó alls ekki tæmandi listi! --- --- --- Falleg borg Gamli kirkjugarðurinn. Tjörnin. Og margar byggingarnar kringum hana. Tjarnargatan og Fríkirkjuvegurinn. Þingholtin. Merkilega vel hirt um allt þar núorðið. Skólavörðuholtið. Gamli Vesturbærinn. Ásvallagatan, Sólvallagatan, Hávallagatan, kaþólska kirkjan, en því miður hefur Landakotstúnið verið eyðilagt með lélegum garðarkítektúr. Göngustígurinn með suðurströndinni. Nauthólsvík og ylströndin. Loks eitthvað vel heppnað. Melarnir - ágætlega heilsteypt hverfi og sömuleiðis Hlíðarnar. Partar af Vogahverfi. Fallega grónir og skjólsælir. Grasgarðurinn í Laugardal. Unaðsreitur. Elliðaárdalurinn. Alvöru náttúruperla. Öskjuhlíðin, altént meðan maður er inni í kjarrinu og sér ekki flugvöllinn. Útivistarsvæðið þarna þarf samt ekki svona mikið rými. --- --- --- Ljót borg Norðanverð strandlengjan, óhrjáleg. Einna verst þó nýja hverfið í Borgartúninu sem einhver kallaði íslenskt "city". Allur spölurinn frá Hlemmi og upp Suðurlandsbrautina. Þunglyndislegt. Skeifan, með skemmum og bílaplönum. Mjóddin. Kringlan - byggð á tíma þegar ríkti dýrkun á þyngslalegri og grárri steinsteypu. Eiðisgrandinn með arkítektúr frá svipuðum tíma. Botninum á byggingalist heimsins. Grandinn. Í algjörri niðurníðslu. Hverfisgatan. Slömm. Flugvallarsvæðið, ótrúlega óhrjálegt. Lækjartorg. Dautt. Steinsteypuömurleiki með tyggjóklessum. Ingólfstorg. Meiri steinsteypa. Með hjólabrettastrákum og dópistum. Austurstræti. Gata sem veit ekki hvað hún er. Breiðholtsbrautin. Með ljótustu mislægu gatnamótum í borginni. Hljómskálagarðurinn. Eins og nevtrónusprengja hafi fallið þar. Miðbakki Reykjavíkurhafnar, stórt bílaplan. Höfðahverfi. Ljótur arkítektúr í hrópandi ósamræmi við fallegan vog. Kleppsvegurinn, suicidal. Tryggvagatan. Hvernig sprengja var sprengd þarna? Hálsar, jæja, kannski engin ástæða til að kvarta yfir iðnaðarhverfum. Þarna er vinnustaður minn. Efra-Breiðholt, það á að lögsækja þá sem byggja svona. --- --- --- Ég læt vera að tjá mig mikið um úthverfin. Þau eru alls staðar frekar svipuð. Sumt ljótt, annað ágætt. Partar af Grafarvogi, Seljahverfi og Fossvogi eru til dæmis mjög huggulegir. --- --- --- Annars er Reykjavík yfirleitt falleg í tengslum við náttúruna sem umlykur hana, ekki vegna mannvirkjanna eða mannanna verka. Hún er fallegri þegar maður horfir út úr henni en inn í hana. --- --- --- Rakst á myndina sem fylgir hér með. Hún sýnir nokkuð glöggt hvernig takast til með uppbyggingu Vatnsmýrarinnar næstu árin - þarna er búið að leggja nýju Hringbrautina, byggja á Valssvæðinu og hjá Landspítalanum. Látið ekki græna litinn villa um fyrir ykkur - grátt væri líklega réttari tónn. --- --- --- Í Blaðinu í dag segir að ég ætli að fara að vinna í morgunsjónvarpi í sumar. Eru menn eitthvað verri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Á spjallvefnum Málefnin.com hefur sprottið upp umræða í framhaldi af grein sem ég skrifaði í DV um síðustu helgi og bar yfirskriftina: "Hví er Reykjavík svona ljót?" Sumt af þessu eru útúrsnúningar og rugl eins og allt of mikið er af á þessum vef, en annað er nokkuð gott. Ég vek sérstaklega athygli á þessu tilskrifi frá einhverjum penna sem kallar sig því göfuga nafni Spinoza: --- --- --- "Egill spyr í grein sinni hvers vegna Reykjavík sé svona ljót, og beinir spurningunni að borgarstjórn. Í raun er um þrjár náskyldar spurningar að ræða: 1) Hvernig vildi það til að Reykjavík varð svo ljótur bær sem raun ber vitni? 2) Hvað er það sem gerir Reykjavík svona ljóta? 3) Af hverju eru fagurfræðileg sjónarmið nánast alveg útilokuð úr borgarskipulaginu? Það er þriðja spurningin sem Egill hlýtur að vera að beina til borgarstjórnar, þótt það sé eflaust holt öllum sem koma að borgarskipulagi að velta hinum tveim vandlega fyrir sér. Svarið við fyrstu spurningunni hlýtur að vera margþætt. Ein ástæðan er að Reykjavík byggðist að langmestu leyti á 20. öld. Ljótleikinn er söguleg óheppni. Það eru engar fallegar byggingar frá 17. eða 18. öld, hvað þá fyrr, og varla nokkur frá 19. öld (enginn þeirra þess verð að benda ferðamönnum á neitt sérstaklega). Allt skipulag miðast við bíla. Auk þess hafa efnahagsleg og pólitísk öfl knúið áfram úthverfaskipulagið illræmda með endalausum bílastæðum og túnblettum í kringum hverja einustu byggingu. Hver græðir á úthverfaskipulaginu? Hver myndi tapa á því að t.d. í Vatnsmýrinni yrði byggt mjög þétt (a.m.k. 300-400 íbúar á hektara), með blöndu af íbúðum, skrifstofuhúsnæði (t.d. stjórnsýsla og fjármálastarfsemi), verslunum, veitinga- og kaffihúsum, jafnvel rannsókna- og kennslustofnunum - með öll bílastæði neðanjarðar? Ég held að slíkt hverfi yrði mjög eftirsótt, sérstaklega hjá yngra fólki og þeim efnaðri. Þetta svæði myndi spara okkur úthverfi sem væri u.þ.b. 20 sinnum stærra að flatarmáli. Samt væru áfram næg úthverfi fyrir þá sem vilja búa þannig. Ég myndi svara annarri spurningunni þannig að það sé lágreist dreifbýlið, vanhugsuð umferðarmannvirki (t.d. Hringbrautin nýja) og ljótur byggingarstíll sem séu helstu lýtin á Reykjavík. Svör við þriðju spurningunni óskast." --- --- --- Ég keyrði í gegnum bæinn í dag, á leiðinni í sveitaferð með leikskólanum hans Kára. Velti því fyrir mér á meðan hvað væri fallegt í Reykjavík - og hvað væri ljótt? Hérna eru nokkur svör, þó alls ekki tæmandi listi! --- --- --- Falleg borg Gamli kirkjugarðurinn. Tjörnin. Og margar byggingarnar kringum hana. Tjarnargatan og Fríkirkjuvegurinn. Þingholtin. Merkilega vel hirt um allt þar núorðið. Skólavörðuholtið. Gamli Vesturbærinn. Ásvallagatan, Sólvallagatan, Hávallagatan, kaþólska kirkjan, en því miður hefur Landakotstúnið verið eyðilagt með lélegum garðarkítektúr. Göngustígurinn með suðurströndinni. Nauthólsvík og ylströndin. Loks eitthvað vel heppnað. Melarnir - ágætlega heilsteypt hverfi og sömuleiðis Hlíðarnar. Partar af Vogahverfi. Fallega grónir og skjólsælir. Grasgarðurinn í Laugardal. Unaðsreitur. Elliðaárdalurinn. Alvöru náttúruperla. Öskjuhlíðin, altént meðan maður er inni í kjarrinu og sér ekki flugvöllinn. Útivistarsvæðið þarna þarf samt ekki svona mikið rými. --- --- --- Ljót borg Norðanverð strandlengjan, óhrjáleg. Einna verst þó nýja hverfið í Borgartúninu sem einhver kallaði íslenskt "city". Allur spölurinn frá Hlemmi og upp Suðurlandsbrautina. Þunglyndislegt. Skeifan, með skemmum og bílaplönum. Mjóddin. Kringlan - byggð á tíma þegar ríkti dýrkun á þyngslalegri og grárri steinsteypu. Eiðisgrandinn með arkítektúr frá svipuðum tíma. Botninum á byggingalist heimsins. Grandinn. Í algjörri niðurníðslu. Hverfisgatan. Slömm. Flugvallarsvæðið, ótrúlega óhrjálegt. Lækjartorg. Dautt. Steinsteypuömurleiki með tyggjóklessum. Ingólfstorg. Meiri steinsteypa. Með hjólabrettastrákum og dópistum. Austurstræti. Gata sem veit ekki hvað hún er. Breiðholtsbrautin. Með ljótustu mislægu gatnamótum í borginni. Hljómskálagarðurinn. Eins og nevtrónusprengja hafi fallið þar. Miðbakki Reykjavíkurhafnar, stórt bílaplan. Höfðahverfi. Ljótur arkítektúr í hrópandi ósamræmi við fallegan vog. Kleppsvegurinn, suicidal. Tryggvagatan. Hvernig sprengja var sprengd þarna? Hálsar, jæja, kannski engin ástæða til að kvarta yfir iðnaðarhverfum. Þarna er vinnustaður minn. Efra-Breiðholt, það á að lögsækja þá sem byggja svona. --- --- --- Ég læt vera að tjá mig mikið um úthverfin. Þau eru alls staðar frekar svipuð. Sumt ljótt, annað ágætt. Partar af Grafarvogi, Seljahverfi og Fossvogi eru til dæmis mjög huggulegir. --- --- --- Annars er Reykjavík yfirleitt falleg í tengslum við náttúruna sem umlykur hana, ekki vegna mannvirkjanna eða mannanna verka. Hún er fallegri þegar maður horfir út úr henni en inn í hana. --- --- --- Rakst á myndina sem fylgir hér með. Hún sýnir nokkuð glöggt hvernig takast til með uppbyggingu Vatnsmýrarinnar næstu árin - þarna er búið að leggja nýju Hringbrautina, byggja á Valssvæðinu og hjá Landspítalanum. Látið ekki græna litinn villa um fyrir ykkur - grátt væri líklega réttari tónn. --- --- --- Í Blaðinu í dag segir að ég ætli að fara að vinna í morgunsjónvarpi í sumar. Eru menn eitthvað verri?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun