Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express 13. október 2005 19:12 Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira